Enski boltinn

Gullkorn úr smiðju Sir Alex

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tveir eldrauðir. Sir Alex og Fred the Red.
Tveir eldrauðir. Sir Alex og Fred the Red. Nordicphotos/Getty
Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það.

Vefsíðan Guardian hefur tekið saman lista yfir gullkorn úr smiðju Skotans sem hættir sem stjóri Manchester United í lok leiktíðar. Kennir þar ýmissa grasa og veltir Sir Alex því meðal annars fyrir sér hvort Gary Neville sé sonur mjólkurmannsins.

Gullkorn úr smiðju Ferguson

„Ef hann væri tommu hærri þá væri hann besti miðvörðurinn í Bretlandi. Faðir hans er næstum tveir metrar á hæð. Spurning hvort mjólkurpósturinn hafi komið eitthvað við sögu."

Sir Alex um Gary Neville

„Ég sagði alltaf að þegar leikmaður væri á hátindi ferilsins liði honum eins og hann gæti klifið Everest í inniskóm. Þannig var hann."

Sir Alex um Paul Ince

„Ég trúi þessu ekki. Ég trúi þessu ekki. Fótbolti. Hver þremillinn."

Eftir sigurinn í Meistaradeild Evrópu árið 1999

„Enn tönnlist þið á þessu. Ég er ekki að tala við þig. Hann er stórkostlegur leikmaður. Þið eruð algjörir hálfvitar."

Um gagnrýni blaðamanna á frammistöðu Juan Sebastian Verón

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.

Nordicphotos/Getty
„Mín besta stund er ekki sú sem nú stendur yfir. Stærsta áskoun mín var að hrinda Liverpool úr helvítis hásæti sínu. Og þið megið prenta þetta."

Um Liverpool

„Þetta var fáránleg tilviljun. Ef ég myndi reyna þetta hundrað sinnum eða milljón sinnum aftur tækist það ekki. Ef svo væri hefði ég haldið áfram ferli mínum sem leikmaður."

Þegar hann sparkaði skó í andlit David Beckham í klefanum árið 2003

„Þeir segja að hann sé gáfaður maður, er það ekki? Talar fimm tungumál. Ég er með 15 ára strák frá Fílabeinsströndinni sem talar fimm tungumál!"

Um Arsene Wenger

„Hraði leiksins í dag þýðir að dómarar verða að vera í standi. Þetta er ljóður á leiknum hér á landi. Ytra sérðu dómara í jafngóðu formi og hundur slátrarans. Nokkrir í úrvalsdeildinni eru í góðu formi. Ekki hann. Það tók hann 30 sekúndur að áminna leikmann. Hann þurfti að pústa. Þetta var fáránlegt."

Um dómarann Alan Wiley

Nordicphotos/Getty
„Ég held að hann hafi verið mjög reiður. Eitthvað angraði hann. Ég held að það verði að líta framhjá reiðinni og vonandi áttar hann sig á því að það sem hann sagði var tóm steypa."

Um gagnrýnisræðu Rafael Benitez um sig

„Þið hljótið að vera að grínast, er það ekki? Lít ég út fyrir að vera masókisti sem ætli að meiða sjálfan mig? Það eru meiri líkur á að liðið falli."

Um möguleika Liverpool á því að vinna titilinn árið 2007

„Stundum líturðu yfir engið og sérð kú sem þú held að sé betri en kýrin heima í fjósi. Þannig er það, er það ekki? Svo reynist það yfirleitt ekki vera þannig."

Um beiðni Wayne Rooney um að yfirgefa United

„Haldið þið að ég myndi ganga frá samningum við þá vitleysinga? Ekki fræðilegur möguleiki. Ég myndi ekki selja þeim veiru. Nei er svarið ef þið áttið ykkur ekki á því. Það er ekkert samkomulag á milli félaganna."

Um möguleg félagaskipti Cristiano Ronaldo til Real Madrid



Gullkornin á ensku má sjá á vefsíðu Guardian.




Tengdar fréttir

Hver tekur við af Ferguson?

Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni.

Sir Alex kveður United

Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×