Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 09:53 Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. Ferguson tók við liði Manchester United árið 1986. Áður hafði hann stýrt St. Mirren og Aberdeen í Skotlandi þar sem hann er fæddur. Hann gerði Aberdeen þrívegis að skoskum meisturum en sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 stóð upp úr. Ferguson tók við landsliði Skota fyrir heimsmeistaramótið 1986 vegna skyndilegs andláts Jock Stein. Ferguson var meðal annars boðið stjórastarfið hjá Tottenham áður en Manchester United kom inn í myndina. Ron Atkinson var rekinn vegna dapurs árangurs í nóvember 1986 og Skotinn ákveðni var fenginn í hans stað. Þrjú og hálft ár liðu þar til fyrsti bikarinn kom loksins í hús. Þá lagði United lið Crystal Palace í endurteknum bikarúrslitaleik á Wembley. Stíflan var brostin. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa kom ári síðar, svo sigur í enska deildabikarnum og loksins, vorið 1993, kom fyrsti Englandsmeistaratitillinn í hús eftir 26 ára þurrkatíð. Síðan hefur United orðið meistari 13 sinnum og 20 sinnum alls. Stjórinn fór alltaf sínar eigin leiðir og ef leikmenn fóru yfir strikið að mati Skotans þurftu þeir að yfirgefa félagið. Þannig yfirgáfu Roy Keane, Jaap Stam og fleiri herbúðir United eftir ósætti við stjórann. Þrátt fyrir að lykilmenn hyrfu á braut tókst honum alltaf að byggja upp nýtt lið og titlarnir héldu áfram að streyma inn. Hér að ofan má sjá fjölmargar myndir frá litríkum ferli Skotans.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Sir Alex með Evrópumeistaratitilinn í Mosvku árið 2008.Nordicphotos/GettyFred the Red, stuðningsmannadýr Rauðu djöflanna, ræðir við Sir Alex.Nordicphotos/GettySir Alex og Sir Bobby Charlton fara yfir málin á Carrington æfingasvæðinu.Nordicphotos/GettyMeð Evrópumeistararitilinn sem vannst á elleftu stundu í Barcelona 1999.Nordicphotos/GettySir Alex fagnar sem stjóri Aberdeen.Nordicphotos/GettySir Alex, Mark Hughes og Sir Bobby Charlton með Englandsmeistaratitilinn langþráða árið 1993.Nordicphotos/GettyMeð löndum sínum Gordon Strachan og Jim Leighton.Nordicphotos/GettySigri fagnað í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam 1991.Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. Ferguson tók við liði Manchester United árið 1986. Áður hafði hann stýrt St. Mirren og Aberdeen í Skotlandi þar sem hann er fæddur. Hann gerði Aberdeen þrívegis að skoskum meisturum en sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 stóð upp úr. Ferguson tók við landsliði Skota fyrir heimsmeistaramótið 1986 vegna skyndilegs andláts Jock Stein. Ferguson var meðal annars boðið stjórastarfið hjá Tottenham áður en Manchester United kom inn í myndina. Ron Atkinson var rekinn vegna dapurs árangurs í nóvember 1986 og Skotinn ákveðni var fenginn í hans stað. Þrjú og hálft ár liðu þar til fyrsti bikarinn kom loksins í hús. Þá lagði United lið Crystal Palace í endurteknum bikarúrslitaleik á Wembley. Stíflan var brostin. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa kom ári síðar, svo sigur í enska deildabikarnum og loksins, vorið 1993, kom fyrsti Englandsmeistaratitillinn í hús eftir 26 ára þurrkatíð. Síðan hefur United orðið meistari 13 sinnum og 20 sinnum alls. Stjórinn fór alltaf sínar eigin leiðir og ef leikmenn fóru yfir strikið að mati Skotans þurftu þeir að yfirgefa félagið. Þannig yfirgáfu Roy Keane, Jaap Stam og fleiri herbúðir United eftir ósætti við stjórann. Þrátt fyrir að lykilmenn hyrfu á braut tókst honum alltaf að byggja upp nýtt lið og titlarnir héldu áfram að streyma inn. Hér að ofan má sjá fjölmargar myndir frá litríkum ferli Skotans.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Sir Alex með Evrópumeistaratitilinn í Mosvku árið 2008.Nordicphotos/GettyFred the Red, stuðningsmannadýr Rauðu djöflanna, ræðir við Sir Alex.Nordicphotos/GettySir Alex og Sir Bobby Charlton fara yfir málin á Carrington æfingasvæðinu.Nordicphotos/GettyMeð Evrópumeistararitilinn sem vannst á elleftu stundu í Barcelona 1999.Nordicphotos/GettySir Alex fagnar sem stjóri Aberdeen.Nordicphotos/GettySir Alex, Mark Hughes og Sir Bobby Charlton með Englandsmeistaratitilinn langþráða árið 1993.Nordicphotos/GettyMeð löndum sínum Gordon Strachan og Jim Leighton.Nordicphotos/GettySigri fagnað í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam 1991.Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47