Sir Alex kveður United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 08:47 Nordicphotos/Getty Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011 Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Í beinni: Króatía - Slóvenía | Örlög Íslands ráðast í grannaslag Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Man. Utd | Kvöldleikur í Lundúnum Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011
Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Í beinni: Króatía - Slóvenía | Örlög Íslands ráðast í grannaslag Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Man. Utd | Kvöldleikur í Lundúnum Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50