Meiðyrðamál Jóns Steinars gegn Þorvaldi Gylfasyni í héraðsdómi Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2014 13:50 Jón Steinar og Þorvaldur. Teljast seint perluvinir, ekkert grín þeirra á milli, fremur köpuryrði, sem nú fara nú fyrir rétt. visir/gva (samsett mynd) Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, tilkynnti það í grein sem hann birti 30. maí árið 2012 í Morgunblaðinu að hann ætlaði að sækja Þorvald Gylfason háskólaprófessor til saka fyrir ummæli sem finna má í grein sem Þorvaldur skrifaði í ritröð háskólans í Munchen í Þýskalandi. Málið snýst í grunninn um ákvörðun Hæstaréttar snemma árs 2011 í kærumáli þar sem framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings 2010 var skotið til réttarins og var kosningin ógilt á þeim forsendum að á framkvæmd hennar höfðu verið annmarkar. Ummæli Þorvaldar, sem Jón Steinar reisir kæru sína á, eru eftirfarandi, í lauslegri þýðingu Jóns Steinars sjálfs: „Þá gengur sá orðrómur meðal lögfræðinga, sem teljast til sérfræðinga í greiningu á lögfræðitextum hvers annars, að einn af dómurum Hæstaréttar, staðfastur flokksmaður áður en hann var skipaður dómari og þá tekinn fram fyrir þrjá hæfari umsækjendur samkvæmt áliti nefndar sem mat umsækjendur, hafi lagt drög að einni af kærunum sem Hæstiréttur, undir forystu sama dómara, nýtti sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á þetta.“ Aðalmeðferð málsins er á morgun. Lögmaður Jóns Steinars er Reimar Pétursson og hann sagðist í samtali við Vísi hafa þá reglu að tjá sig ekki mikið um þau mál sem hann er með. „Ég vísa til þess að um þetta verður fjallað fyrir dómnum.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður er í vörninni fyrir Þorvald. Jón Steinar segir ljóst af tilvitnuðum textanum að þessu skeyti prófessorsins sé beint að sér. „Í því felst aðdróttun um að ég hafi gróflega misfarið með vald mitt sem dómari við Hæstarétt Íslands með því að semja fyrst með leynd kæruskjal til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess. Framferðið sem dylgjað er um að ég hafi viðhaft er áreiðanlega refsivert og hlyti ef satt reyndist að varða embættismissi,“ segir meðal annars í áðurnefndri grein Jóns Steinars, en þar er hann gallharður og getur vart leynt andúð sinni á Þorvaldi -- það fer vart á milli mála við lestur greinar hans: Jón Steinar segir álitamál hvort ástæða sé til að eltast við þá lágkúru sem þessi skrif eru en ekki verði fram hjá því litið að um penna haldi prófessor við Háskóla Íslands, sem „hlýtur að teljast vísindamaður, því aðrir fá varla slík embætti eða ættu að minnsta kosti ekki að fá þau. Sjálfur gerir hann kröfu um að vera tekinn alvarlega í umræðum um þjóðfélagsmál, mætir í umræðuþætti og skrifar blaðagreinar. Er meira að segja svo að sjá að ýmsir taki orðræður hans alvarlega. Kannski treystir hann á að ég geti ekki stöðu minnar vegna borið hönd fyrir höfuð mér? Sé það rétt verð ég að valda honum vonbrigðum. Maður sem starfar sem dómari við Hæstarétt hefur ekki afsalað sér rétti til að bregðast við köpuryrðum og meiðingum sem beint er að persónu hans. Skárra væri það nú.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, tilkynnti það í grein sem hann birti 30. maí árið 2012 í Morgunblaðinu að hann ætlaði að sækja Þorvald Gylfason háskólaprófessor til saka fyrir ummæli sem finna má í grein sem Þorvaldur skrifaði í ritröð háskólans í Munchen í Þýskalandi. Málið snýst í grunninn um ákvörðun Hæstaréttar snemma árs 2011 í kærumáli þar sem framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings 2010 var skotið til réttarins og var kosningin ógilt á þeim forsendum að á framkvæmd hennar höfðu verið annmarkar. Ummæli Þorvaldar, sem Jón Steinar reisir kæru sína á, eru eftirfarandi, í lauslegri þýðingu Jóns Steinars sjálfs: „Þá gengur sá orðrómur meðal lögfræðinga, sem teljast til sérfræðinga í greiningu á lögfræðitextum hvers annars, að einn af dómurum Hæstaréttar, staðfastur flokksmaður áður en hann var skipaður dómari og þá tekinn fram fyrir þrjá hæfari umsækjendur samkvæmt áliti nefndar sem mat umsækjendur, hafi lagt drög að einni af kærunum sem Hæstiréttur, undir forystu sama dómara, nýtti sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á þetta.“ Aðalmeðferð málsins er á morgun. Lögmaður Jóns Steinars er Reimar Pétursson og hann sagðist í samtali við Vísi hafa þá reglu að tjá sig ekki mikið um þau mál sem hann er með. „Ég vísa til þess að um þetta verður fjallað fyrir dómnum.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður er í vörninni fyrir Þorvald. Jón Steinar segir ljóst af tilvitnuðum textanum að þessu skeyti prófessorsins sé beint að sér. „Í því felst aðdróttun um að ég hafi gróflega misfarið með vald mitt sem dómari við Hæstarétt Íslands með því að semja fyrst með leynd kæruskjal til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess. Framferðið sem dylgjað er um að ég hafi viðhaft er áreiðanlega refsivert og hlyti ef satt reyndist að varða embættismissi,“ segir meðal annars í áðurnefndri grein Jóns Steinars, en þar er hann gallharður og getur vart leynt andúð sinni á Þorvaldi -- það fer vart á milli mála við lestur greinar hans: Jón Steinar segir álitamál hvort ástæða sé til að eltast við þá lágkúru sem þessi skrif eru en ekki verði fram hjá því litið að um penna haldi prófessor við Háskóla Íslands, sem „hlýtur að teljast vísindamaður, því aðrir fá varla slík embætti eða ættu að minnsta kosti ekki að fá þau. Sjálfur gerir hann kröfu um að vera tekinn alvarlega í umræðum um þjóðfélagsmál, mætir í umræðuþætti og skrifar blaðagreinar. Er meira að segja svo að sjá að ýmsir taki orðræður hans alvarlega. Kannski treystir hann á að ég geti ekki stöðu minnar vegna borið hönd fyrir höfuð mér? Sé það rétt verð ég að valda honum vonbrigðum. Maður sem starfar sem dómari við Hæstarétt hefur ekki afsalað sér rétti til að bregðast við köpuryrðum og meiðingum sem beint er að persónu hans. Skárra væri það nú.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira