Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2014 12:18 Hallgrímur ásamt Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra DV. Vísir/GVA „Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
„Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag.
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03
Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03