Innlent

Ríkisráð fundar á Bessastöðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisráðsfundur fer fram á Bessastöðum klukkan ellefu.
Ríkisráðsfundur fer fram á Bessastöðum klukkan ellefu. fréttablaðið/valli
Ríkisráðsfundur verður haldinn á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Ríkisráð mynda forseti Íslands og ríkisstjórnin. Um árlegan fund í aðdraganda setningar Alþingis er að ræða.

Í reglum um ríkisráð segir að það sé skipað öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og forseta Íslands sem jafnframt er forseti ríkisráðsins. Auk þess er ríkisráðsritari á fundum ríkisráðsins.

Þá segir að forseti ákveði fundi ríkisráðs eftir tillögum forsætisráðherra og stýri fundunum. Forseti getur einnig boðað til funda án þess að fyrir liggi tillaga frá forsætisráðherra, ef hann telur það óhjákvæmilega nauðsynlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×