Fótbolti

Segir FIFA vera tíkarsyni og fasista

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rétt var að refsa Suárez en refsingin sem hann fékk var of hörð að mati forseta Úrúgvæ.
Rétt var að refsa Suárez en refsingin sem hann fékk var of hörð að mati forseta Úrúgvæ. Vísir/Getty
Forseti Úrúgvæ, Jose Mujica, er gríðarlega ósáttur með knattspyrnusambandið FIFA eftir að sambandið dæmdi Luis Suárez í fjögurra mánaða bann á dögunum fyrir að bíta Giorgio Chiellini.

Suárez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá allri knattspyrnuiðkun og má því hvorki æfa né mæta á leiki næstu fjóra mánuðina. Gengu FIFA jafnvel svo langt að banna Suárez að sitja fyrir á liðsmynd félagsliðs síns í haust hvert sem það verður en Suárez sem leikur með Liverpool hefur verið þrálátlega orðaður við Barcelona og Real Madrid undanfarnar vikur.

Án Suárez féll Úrúgvæ út gegn Kólumbíu á laugardaginn og er á leiðinni heim en þegar forseti landsins var spurður út í ákvörðun FIFA var hann gríðarlega ósáttur.

„FIFA eru tíkarsonir, þú mátt opinbera þetta. Það var rétt að refsa Luis en þetta jaðrar við fasisma,“ sagði Mujica.


Tengdar fréttir

Chiellini: Suarez fékk of harða refsingu

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn og fórnarlamb bitsins hjá Luis Suarez, er á því að refsing Luis Suarez sé of hörð en þetta kemur fram í yfirlýsingu inn á heimasíðunni Ítalans.

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×