Enginn bjór, hamborgari eða pitsa hjá Alexander Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 06:00 Alexander á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni í vikunni. Vísir/Daníel Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira