Sautján burðardýr gripin í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2014 14:54 Meðal þess sem Kári Gunnlaugsson og félagar haldlögðu á síðasta ári í Leifsstöð var ellefu kíló af amfetamíni, tæp tvö kíló af kókaíni og 14.186 e-töflur auk amfetamínbasa í flösku. Tollverðir stöðvuðu sautján meint burðardýr fíkniefna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári. Um var að ræða fimm Íslendinga og tólf einstaklinga, sem voru af erlendu bergi brotnir. Að sögn Kára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar var um að ræða 15 karlmenn og 2 konur, þannig að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem reyna að lauma fíkniefnum til landsins. Umræddir einstaklingar reyndust, samkvæmt bráðabirgðatölum Tollstjóra, vera með samtals tæplega ellefu kíló af amfetamíni, tæp tvö kíló af kókaíni og 14.186 e-töflur í fórum sínum, auk amfetamínbasa í flösku sem eitt burðardýranna braut í flugstöðinni. Þessu til viðbótar var haldlagt minni háttar magn kannabisefna. Ýmist hafði fólkið komið efnunum fyrir innvortis, falið þau innan klæða eða í farangri sínum. „Það eru þessar þrjár leiðir sem helst eru reyndar í Leifsstöð,“ segir Kári og man ekki eftir neinum sem var sérstaklega frumlegur, það eru nokkur göt á mannslíkamanum og þau eru nýtt. „Eftirminnilegast er málið sem kom í fréttum, þegar maðurinn kastaði flöskunni með amfetamínbasa í gólfið. Svona flaska með amfetamínbasa getur verið á við 10 til 15 kíló af amfetamíni. Eftirminnilegast af þessum atvikum. Og gefur til kynna hversu harður þessi heimur er orðinn.“ Eins og áður sagði er um meira magn að ræða nú en undanfarin ár. Til samanburðar má geta þess að árið 2012 stöðvuðu tollverðir sextán burðardýr fíkniefna í flugstöðinni. Þau voru með samtals rúmlega 9,5 kíló af amfetamíni, rúm 4,8 kíló af kókaíni, 1.530 e-töflur og 415 grömm af e-töfludufti. Um var að ræða tíu Íslendinga og sex útlendinga. Kári vill meina að þetta sé til marks um að menn séu að vinna vinnuna sína og standa sig vel. Erfiðara er um að segja hvort draga megi þá ályktun að meira magn eiturlyfja sé í umferð nú en verið hefur. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Tollverðir stöðvuðu sautján meint burðardýr fíkniefna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári. Um var að ræða fimm Íslendinga og tólf einstaklinga, sem voru af erlendu bergi brotnir. Að sögn Kára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar var um að ræða 15 karlmenn og 2 konur, þannig að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem reyna að lauma fíkniefnum til landsins. Umræddir einstaklingar reyndust, samkvæmt bráðabirgðatölum Tollstjóra, vera með samtals tæplega ellefu kíló af amfetamíni, tæp tvö kíló af kókaíni og 14.186 e-töflur í fórum sínum, auk amfetamínbasa í flösku sem eitt burðardýranna braut í flugstöðinni. Þessu til viðbótar var haldlagt minni háttar magn kannabisefna. Ýmist hafði fólkið komið efnunum fyrir innvortis, falið þau innan klæða eða í farangri sínum. „Það eru þessar þrjár leiðir sem helst eru reyndar í Leifsstöð,“ segir Kári og man ekki eftir neinum sem var sérstaklega frumlegur, það eru nokkur göt á mannslíkamanum og þau eru nýtt. „Eftirminnilegast er málið sem kom í fréttum, þegar maðurinn kastaði flöskunni með amfetamínbasa í gólfið. Svona flaska með amfetamínbasa getur verið á við 10 til 15 kíló af amfetamíni. Eftirminnilegast af þessum atvikum. Og gefur til kynna hversu harður þessi heimur er orðinn.“ Eins og áður sagði er um meira magn að ræða nú en undanfarin ár. Til samanburðar má geta þess að árið 2012 stöðvuðu tollverðir sextán burðardýr fíkniefna í flugstöðinni. Þau voru með samtals rúmlega 9,5 kíló af amfetamíni, rúm 4,8 kíló af kókaíni, 1.530 e-töflur og 415 grömm af e-töfludufti. Um var að ræða tíu Íslendinga og sex útlendinga. Kári vill meina að þetta sé til marks um að menn séu að vinna vinnuna sína og standa sig vel. Erfiðara er um að segja hvort draga megi þá ályktun að meira magn eiturlyfja sé í umferð nú en verið hefur.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira