Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins við Hótel Rangá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2014 20:00 Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins hefur verið tekið í notkun fyrir ferðamenn á Hótel Rangá en þar geta gestir skoðað allan himingeiminn í gegnum tvo af fullkomnustu stjörnukíkjum landsins. Þakinu er rennt af húsinu áður en stjörnuskoðunin hefst. Félagar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarnes undir forystu Sævars Helga Bragasonar, formanns hafa aðstoðað Friðrik Pálsson, eiganda hótelsins og hans fólk á Hótel Rangá við að koma stjörnuskoðunarhúsinu upp og kaupa fullkomna stjörnukíkja í það. „Þetta er hús með afrennalegu þaki, sem opnar bara allan himininn fyrir ofan okkur og gerir fólki kleift að stunda stjörnuskoðun við bestu mögulegar aðstæður á Íslandi. Við erum með tvo fyrsta flokks stjörnusjónaukar, spegilsjónaukar, sem leyfa manni að sjá hringana í kringum Satúrnus og fara milljónir ljósára út í geiminn og svona, þetta eru bara fyrsta flokks græjur, sem allir stjörnuskoðunaráhugamenn yrðu mjög öfundsverðir að eiga,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að nýja aðstaðan og staðsetning stjörnuskoðunarhússins sé fyrsta flokks. „Myrkrið hérna er alveg fyrsta flokks og hérna blasir himininn við eins og hann gerist tignarlegastur á Íslandi og sem betur fer er mjög lítil ljósmengun hér í nágrenninu, þannig að það hjálpar verulega til,“ bætir Sævar Helgi við. En hefur eigandi hótelsins, Friðrik Pálsson, eitthvert vit á himingeiminum ? „Nei, ég hef alveg verið sannfærður hingað til að þeir sem hefðu áhuga á þessu væru nördar sem kallað er, algjörir sérvitringar og ég er orðinn sannfærður um að þeir eru það,“, segir Friðrik. Hann hefur lengi selt norðurljósin á Hótel Rangá og nú eru það stjörnurnar, hvað næst ? „Ég veit það ekki, það kemur í ljós“, segir Friðrik og hlær. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins hefur verið tekið í notkun fyrir ferðamenn á Hótel Rangá en þar geta gestir skoðað allan himingeiminn í gegnum tvo af fullkomnustu stjörnukíkjum landsins. Þakinu er rennt af húsinu áður en stjörnuskoðunin hefst. Félagar í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarnes undir forystu Sævars Helga Bragasonar, formanns hafa aðstoðað Friðrik Pálsson, eiganda hótelsins og hans fólk á Hótel Rangá við að koma stjörnuskoðunarhúsinu upp og kaupa fullkomna stjörnukíkja í það. „Þetta er hús með afrennalegu þaki, sem opnar bara allan himininn fyrir ofan okkur og gerir fólki kleift að stunda stjörnuskoðun við bestu mögulegar aðstæður á Íslandi. Við erum með tvo fyrsta flokks stjörnusjónaukar, spegilsjónaukar, sem leyfa manni að sjá hringana í kringum Satúrnus og fara milljónir ljósára út í geiminn og svona, þetta eru bara fyrsta flokks græjur, sem allir stjörnuskoðunaráhugamenn yrðu mjög öfundsverðir að eiga,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að nýja aðstaðan og staðsetning stjörnuskoðunarhússins sé fyrsta flokks. „Myrkrið hérna er alveg fyrsta flokks og hérna blasir himininn við eins og hann gerist tignarlegastur á Íslandi og sem betur fer er mjög lítil ljósmengun hér í nágrenninu, þannig að það hjálpar verulega til,“ bætir Sævar Helgi við. En hefur eigandi hótelsins, Friðrik Pálsson, eitthvert vit á himingeiminum ? „Nei, ég hef alveg verið sannfærður hingað til að þeir sem hefðu áhuga á þessu væru nördar sem kallað er, algjörir sérvitringar og ég er orðinn sannfærður um að þeir eru það,“, segir Friðrik. Hann hefur lengi selt norðurljósin á Hótel Rangá og nú eru það stjörnurnar, hvað næst ? „Ég veit það ekki, það kemur í ljós“, segir Friðrik og hlær.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira