Fyrstu kvikmyndirnar á RIFF tilkynntar Þórður Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 13:45 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein