Leigubílstjórar komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar samkeppni María Lilja Þrastardóttir og Elimar Hauksson skrifar 10. febrúar 2014 07:00 Lögregla kveðst ekki hafa nein "töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. vísir/Gva Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira