Læra köfun og brimbrettareið í Menntaskólanum á Tröllaskaga Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2014 12:17 Útivstaráfanginn leyfir nemendum að kljást við margvíslegar þrautir. Mynd/MTR Menntaskólinn á Tröllaskaga, sem hóf störf árið 2010 fer ótroðnar slóðir uppbyggingu áfanga við skólann. Einn áfanginn er tileinkaður útivist þar sem nemendum er boðið upp á nám í útivist þar sem áfanginn er að mestu leyti verklegur. Nemendur kynnast undistöðuatriðum í fjölda áhugaverðra tómstunda, svo sem klettaklifri, sigi, brimbrettareið, sjósundi og fjallamennsku, svo dæmi séu tekin. Í vikunni var nemendum kennd köfun í sundlauginni í Ólafsfirði og léku sér á brimbrettum í firðinum. Nemendur taka þessum áfanga vel þar sem mikil áhersla er lögð á að þeir verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, til að mynda við breytt veðurskilyrði með tilliti til öryggis og taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi leiðarval og notkun öryggisbúnaðar. Lára stefánsdóttir, skólameistar Menntaskólans á Tröllaskaga, segir þennan áfanga vera mjög vinsælan hjá nemendum þar sem þau tileinka sér mikla þekkingu. "Þessi áfangi veitir nemendum mikla og góða þekkingu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni. Verkleg þekking sem þessi má ekki vanmeta á nokkurn hátt. Þarna fá þau að kljást við náttúruna í allri sinni dýrð og læra að meta hvað hún hefur upp á að bjóða."Nemendur lærðu köfun í vikunni í sundlaug ÓlafsfjarðarMynd/MTRKraftur í unga fólkinu. "Við höfum látið þau fara í helgarferð yfir í Héðinsfjörð þar sem þau verða að skipuleggja helgi fjarri alfaraleið þar sem nemendur verða að spjara sig sjálfir. Þar hafa þau gist í fjallaskálum og einnig höfum við farið með þau í tjaldgistingu í snjó. Auðvitað er það gert undir handleiðslu vanra einstaklinga og gætt fyllsta öryggis. En í ferðum sem þessum verða þau að reiða sig á hópinn og vinna vel saman að ákveðnu markmiði. Þetta hefur gefist vel og nemendur eru ánægðir með að breyta til." Áfanginn kemur ekki í stað hinna venjubundnu íþróttatíma, heldur er þett hluti af íþrótta og útivistarbraut skólans. Að námi loknu eiga nemendur að vera búin að öðlast þekkingu á helsta útbúnaði til útivistar, ferðast um óbyggðir á öruggan og ábyrgan hátt, metið aðstæður og tekið skynsamlegar ákvarðanir í samræmi við þær. Einnig leggur skólinn mikið upp úr því að nemendur geti tekið virkan þátt í upplýstri umræðu og rökræðu um málefni er tengjast náttúru og útivist.Mynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTR Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Menntaskólinn á Tröllaskaga, sem hóf störf árið 2010 fer ótroðnar slóðir uppbyggingu áfanga við skólann. Einn áfanginn er tileinkaður útivist þar sem nemendum er boðið upp á nám í útivist þar sem áfanginn er að mestu leyti verklegur. Nemendur kynnast undistöðuatriðum í fjölda áhugaverðra tómstunda, svo sem klettaklifri, sigi, brimbrettareið, sjósundi og fjallamennsku, svo dæmi séu tekin. Í vikunni var nemendum kennd köfun í sundlauginni í Ólafsfirði og léku sér á brimbrettum í firðinum. Nemendur taka þessum áfanga vel þar sem mikil áhersla er lögð á að þeir verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, til að mynda við breytt veðurskilyrði með tilliti til öryggis og taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi leiðarval og notkun öryggisbúnaðar. Lára stefánsdóttir, skólameistar Menntaskólans á Tröllaskaga, segir þennan áfanga vera mjög vinsælan hjá nemendum þar sem þau tileinka sér mikla þekkingu. "Þessi áfangi veitir nemendum mikla og góða þekkingu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni. Verkleg þekking sem þessi má ekki vanmeta á nokkurn hátt. Þarna fá þau að kljást við náttúruna í allri sinni dýrð og læra að meta hvað hún hefur upp á að bjóða."Nemendur lærðu köfun í vikunni í sundlaug ÓlafsfjarðarMynd/MTRKraftur í unga fólkinu. "Við höfum látið þau fara í helgarferð yfir í Héðinsfjörð þar sem þau verða að skipuleggja helgi fjarri alfaraleið þar sem nemendur verða að spjara sig sjálfir. Þar hafa þau gist í fjallaskálum og einnig höfum við farið með þau í tjaldgistingu í snjó. Auðvitað er það gert undir handleiðslu vanra einstaklinga og gætt fyllsta öryggis. En í ferðum sem þessum verða þau að reiða sig á hópinn og vinna vel saman að ákveðnu markmiði. Þetta hefur gefist vel og nemendur eru ánægðir með að breyta til." Áfanginn kemur ekki í stað hinna venjubundnu íþróttatíma, heldur er þett hluti af íþrótta og útivistarbraut skólans. Að námi loknu eiga nemendur að vera búin að öðlast þekkingu á helsta útbúnaði til útivistar, ferðast um óbyggðir á öruggan og ábyrgan hátt, metið aðstæður og tekið skynsamlegar ákvarðanir í samræmi við þær. Einnig leggur skólinn mikið upp úr því að nemendur geti tekið virkan þátt í upplýstri umræðu og rökræðu um málefni er tengjast náttúru og útivist.Mynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTR
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira