Innlent

Strákar að störfum í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Víða á landinu var mjög slæmt veður í gærkvöldi og í nótt, þegar norðaustan hvassviðri gekk yfir með snjókomu skafrenningi. Aflýsa þurfti skólahaldi í nokkrum skólum á Norðurlandi í morgun, en ófærð er víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út í nótt þar sem skúr var við það að fjúka ásamt tunnum og ýmsu öðru lauslegu.

Jón Hrólfur Baldursson, hjá siglo.is, fylgdi meðlimum Stráka eftir og tók myndir af þeim við störf, sem og þetta myndband sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×