Innlent

Sagði lýtalækni réttdræpan

Jóhannes Stefánsson skrifar
Hildur Lilliendahl.
Hildur Lilliendahl. Vísir/GVA
Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp.

Hildur Lilliendahl hefur gengist við því að eiga aðganginn en segir að maður hennar, Páll Hilmarsson, hafi notað aðganginn ölvaður á árinu 2009 eftir að hún „klaufaðist til að gefa honum passwordið“ sitt.

Ummæli notandans voru látin falla þann 29. júlí 2010.

Áður hefur Hildur lagt til þess að Hlín Einarsdóttir, ritstjóri bleikt.is, yrði barin vegna skrifa sinna á vefnum. 

Fyrr í kvöld sagði Hildur í samtali við fréttastofu að ekki væri tilefni til þess að hún myndi hafa frumkvæði að því að skila heiðursverðlaunum Stígamóta.

Verðlaunin hlaut hún fyrir að „vilja draga fram í dagsljósið þá sem virðast vilja konum illt,“ eins og segir í viðurkenningunni.

Hér má sjá ummælin um lýtalækninn.
Hvorki hefur náðst í Hildi Lilliendahl Viggósdóttur né Pál Hilmarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.

Uppfært kl. 11:50:

Að ósk læknisins sem um ræðir hefur nafn hennar verið fjarlægt úr fréttinni. Í færslu á Facebooksíðu Hildar Lilliendahl gengst hún við ummælunum, en segir þau hafa verið „grín“.

Uppfært kl. 12:05:

Ritstjórn Vísis biðst afsökunar á að hafa dregið nafn læknisins inn í þetta ljóta mál.

Hér má sjá NöttZ leggja til að lýtalæknirinn verði barin.

Tengdar fréttir

„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“

"Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×