Fótbolti

Guðmundur: Annað hugarfar á útivelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur í kröppum dansi.
Guðmundur í kröppum dansi. vísir/daníel
„Ég hefði oft á tíðum viljað sjá okkur halda boltanum betur í leiknum. Það voru mikil hlaup um allan völl en á miðjunni var þetta sérstaklega erfitt," sagði miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson eftir markalausa jafntefli gegn Dönum í Álaborg í kvöld.

„Við lögðum upp með að fá ekki á okkur mark og það gekk eftir. Við vörðumst þeim vel og getum samt bætt okkur leik fyrir seinni leikinn. Við verðum að halda boltanum betur, það er það sem við þurfum fyrst og fremst að laga."

Guðmundur gerir sér grein fyrir því að íslenska liðið verður að koma hærra upp völlinn í síðari hálfleik til þess að koma marki á Danina.

„Við verðum að skora og þurfum að mæta þeim hærra á vellinum. Ég er ekki í vafa um að við getum sótt á þá og sérstaklega á heimavelli. Maður fer alltaf með annað hugarfar í leikina sem eru á heimavelli. Það er mikill munur á því að spila heima og úti í þessum Evrópuleikjum.

"Við spiluðum sterkan varnarleik gegn Frökkum úti en skoruðum þrjú mörk gegn þeim heima. Vonandi getum við skorað nokkur mörk líka núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×