Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2014 09:45 Miklu máli skiptir að fæla erlenda ferðamenn ekki frá Íslandi að ástæðulausu, að mati Ingu Hlínar Pálsdóttur. Fréttablaðið/Auðunn „Það skiptir gríðarlega miklu máli að allir aðilar sýni ábyrgð, andi djúpt og búi ekki til hræðsluáróður,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Vika er liðin síðan eldgosið í Holuhrauni hófst. Starfsfólk Íslandsstofu hefur gert allt sem í þess valdi stendur til að miðla upplýsingum um gosið til útlendinga í samvinnu við Almannavarnir. Miklu máli skipti að fæla erlenda ferðamenn ekki frá landinu að ástæðulausu, enda háar fjárhæðir í húfi. „Það skiptir mestu máli að miðla því að Ísland sé öruggur áfangastaður. Það skiptir líka miklu máli að vera ábyrgur í fréttaflutningi og vera ekki með æsifréttamennsku. Við erum að vinna með okkar PR-skrifstofum úti og erum að fylgjast með umfjölluninni þar. Við erum að tala við erlenda ferðamenn og senda erlendum söluaðilum upplýsingar,“ segir Inga Hlín, spurð út í starf Íslandsstofu vegna gossins. „Við viljum halda fólki upplýstu. Okkar skilaboð eru líka að Ísland hefur ekki þetta fallega landslag og náttúru nema af því að það er eldgosaeyja. Á sama tíma verðum við að vera ábyrg fyrir því að þarna er hættuástand og við notum það ekki sem sölutæki fyrr en allt er orðið öruggt.“ Engin herferð vegna Holuhrauns er því í undirbúningi í líkingu við Inspired By Iceland sem Íslandsstofa réðst í vegna gossins í Eyjafjallajökli og er enn í gangi. „Það er náttúrulega ekkert hægt á meðan óvissan er svona mikil,“ segir Inga Hlín. „Við megum ekki gleyma að það var allt öðru vísi gos. Myndirnar af því voru allt öðru vísi og kannski meira til að hræða ef eitthvað er. En allt vekur þetta athygli á Íslandi til lengri tíma og við munum að sjálfsögðu horfa til framtíðar ef þetta verður til dæmis í líkingu við Kröfluelda.“ Erlendir fjölmiðar hafa verið mjög áhugasamir um gosið í Holuhrauni og hingað hefur komið fólk frá Sky News í Bretlandi, CNN í Bandaríkjunum, ZDF í Þýskalandi og frá ítalska fréttamiðlinum Youreporter.it, auk þess sem norrænir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um gosið. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Það skiptir gríðarlega miklu máli að allir aðilar sýni ábyrgð, andi djúpt og búi ekki til hræðsluáróður,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Vika er liðin síðan eldgosið í Holuhrauni hófst. Starfsfólk Íslandsstofu hefur gert allt sem í þess valdi stendur til að miðla upplýsingum um gosið til útlendinga í samvinnu við Almannavarnir. Miklu máli skipti að fæla erlenda ferðamenn ekki frá landinu að ástæðulausu, enda háar fjárhæðir í húfi. „Það skiptir mestu máli að miðla því að Ísland sé öruggur áfangastaður. Það skiptir líka miklu máli að vera ábyrgur í fréttaflutningi og vera ekki með æsifréttamennsku. Við erum að vinna með okkar PR-skrifstofum úti og erum að fylgjast með umfjölluninni þar. Við erum að tala við erlenda ferðamenn og senda erlendum söluaðilum upplýsingar,“ segir Inga Hlín, spurð út í starf Íslandsstofu vegna gossins. „Við viljum halda fólki upplýstu. Okkar skilaboð eru líka að Ísland hefur ekki þetta fallega landslag og náttúru nema af því að það er eldgosaeyja. Á sama tíma verðum við að vera ábyrg fyrir því að þarna er hættuástand og við notum það ekki sem sölutæki fyrr en allt er orðið öruggt.“ Engin herferð vegna Holuhrauns er því í undirbúningi í líkingu við Inspired By Iceland sem Íslandsstofa réðst í vegna gossins í Eyjafjallajökli og er enn í gangi. „Það er náttúrulega ekkert hægt á meðan óvissan er svona mikil,“ segir Inga Hlín. „Við megum ekki gleyma að það var allt öðru vísi gos. Myndirnar af því voru allt öðru vísi og kannski meira til að hræða ef eitthvað er. En allt vekur þetta athygli á Íslandi til lengri tíma og við munum að sjálfsögðu horfa til framtíðar ef þetta verður til dæmis í líkingu við Kröfluelda.“ Erlendir fjölmiðar hafa verið mjög áhugasamir um gosið í Holuhrauni og hingað hefur komið fólk frá Sky News í Bretlandi, CNN í Bandaríkjunum, ZDF í Þýskalandi og frá ítalska fréttamiðlinum Youreporter.it, auk þess sem norrænir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um gosið.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira