Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 08:15 Gylfi Þór Sigurðsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagna marki gegn Hollandi. vísir/valli Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. Íslenska landsliðið náði nú sínum besta árangri annað mánuðinn í röð en liðið fór upp um tólf sæti á septemberlistanum og komst þá alla leið upp í 34. sæti. Fyrir þessa tvo metmánuði hafði íslenska landsliðið komist hæst í 38. sæti á listanum sem var gefinn út í júní 1994. Ísland hefur með þessu hækkað sig um heil 17 sæti frá listanum sem var gefinn út í ágúst síðastliðnum og er nú efst á FIFA-listanum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Í apríl 2012 var íslenska landsliðið í 131. sæti, lægstu stöðu frá upphafi, eftir töp gegn Japan og Svartfjallalandi í fyrstu leikjum Lars Lagerbäcks með liðið. Það var þá í 47. sæti af Evrópuþjóðunum 53. Það hefur nú hækkað um 103 sæti síðan þá sem er ævintýralegur árangur á ekki skemmri tíma en raun ber vitni. Það tók Lars, Heimi og strákana okkar aðeins tvö og hálft ár að fara úr 131. sæti og upp í það 28. Ísland er fjórum sætum ofar en Danmörk (32.sæti) en Danir voru efsta Norðurlandaþjóðin á listanum fyrir mánuði síðan en falla nú niður um þrjú sæti. Svíar detta líka niður á listanum en sænska landsliðið er nú í 39. sæti, sjö sætum neðar en á síðasta lista. Sigur Íslands á Hollandi vegur þungt en Holland var í 4. sæti á listanum fyrir mánuði síðan. Hollenska liðið dettur niður í fimmta sæti þökk sé tapinu á Laugardalsvellinum.Besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum(Staða þjóða á FIFA-listanum 23. október 2014) 28. sæti Ísland 32. sæti Danmörk 39. sæti Svíþjóð 63. sæti Finnland 68. sæti Noregur Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. Íslenska landsliðið náði nú sínum besta árangri annað mánuðinn í röð en liðið fór upp um tólf sæti á septemberlistanum og komst þá alla leið upp í 34. sæti. Fyrir þessa tvo metmánuði hafði íslenska landsliðið komist hæst í 38. sæti á listanum sem var gefinn út í júní 1994. Ísland hefur með þessu hækkað sig um heil 17 sæti frá listanum sem var gefinn út í ágúst síðastliðnum og er nú efst á FIFA-listanum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Í apríl 2012 var íslenska landsliðið í 131. sæti, lægstu stöðu frá upphafi, eftir töp gegn Japan og Svartfjallalandi í fyrstu leikjum Lars Lagerbäcks með liðið. Það var þá í 47. sæti af Evrópuþjóðunum 53. Það hefur nú hækkað um 103 sæti síðan þá sem er ævintýralegur árangur á ekki skemmri tíma en raun ber vitni. Það tók Lars, Heimi og strákana okkar aðeins tvö og hálft ár að fara úr 131. sæti og upp í það 28. Ísland er fjórum sætum ofar en Danmörk (32.sæti) en Danir voru efsta Norðurlandaþjóðin á listanum fyrir mánuði síðan en falla nú niður um þrjú sæti. Svíar detta líka niður á listanum en sænska landsliðið er nú í 39. sæti, sjö sætum neðar en á síðasta lista. Sigur Íslands á Hollandi vegur þungt en Holland var í 4. sæti á listanum fyrir mánuði síðan. Hollenska liðið dettur niður í fimmta sæti þökk sé tapinu á Laugardalsvellinum.Besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum(Staða þjóða á FIFA-listanum 23. október 2014) 28. sæti Ísland 32. sæti Danmörk 39. sæti Svíþjóð 63. sæti Finnland 68. sæti Noregur
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira