Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 1-1 | Strákarnir fara ekki á EM Ingvi Þór Sæmundsson og Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2014 13:22 Emil Atlason svekktur í leikslok í kvöld en Danirnir fagna. Vísir/valli Danmörk tryggðu sér sæti á EM U21 árs landsliða sem fram fer í Tékklandi árið 2015. Þrjú mörk litu dagsins ljós í Laugardalnum, en öll komu þau alveg undir lok leiksins.Myndirnar hér að ofan tók Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, á Laugardalsvellinum í kvöld. Danirnir voru ívið sterkari og áttu sigurinn skilið. Þeir klikkuðu á fjölmörgum dauðafærum, en íslenska liðið beitti afar sterkri varnartaktík sem dugði vel þangað til nokkrar mínútur lifðu leiks. Þrjár breytingar voru á íslenska liðinu frá fyrri leiknum í Álaborg. Fredrik Schram tók stöðu Rúnars Alex Rúnarssonar í markinu, en Rúnar var meiddur. Hjörtur Hermannsson tók stöðu Harðar Björgvins Magnússonar í vinstri bakverðinum sem var í banni og Þorri Geir Rúnarsson kom inn í liðið á kostnað Emils Atlasonar. Fyrsti landsleikur Þorra var af dýrari gerðinni. Danirnir byrjuðu betur og Fredrik Schram þurfti heldur betur að taka á stóra sínum strax á þrettándu mínútu þegar hann varði skalla Andreas Christensen á meistaralegan hátt. Danirnir, voru eins og búist var við, mun meira með boltann, en sköpuðu sér ekki mörg opin tækifæri í fyrri hálfleik fyrir utan skalla Christensen. Andreas Cornelius fékk hálffæri sem Schram varði einnig stuttu síðar. Íslenska liðinu gekk, líkt og í fyrri leiknum, afar illa að halda boltanum innan liðsins, en Danirnir pressuðu stíft. Fyrsta skot Íslands kom eftir 34. mínútu leik og það var nær himnum en marki Dana. Leikurinn jafnaðist eftir því sem leið á hálfleikinn og bláklæddir heimamenn náðu einni til tveimur fínum sóknum áður en fyrri hálfleik lauk. Danir voru nærri því að komast yfir rétt fyrir hálfleik, en allt kom fyrir ekki og staðan var markalaus í hálfleik. Íslenska liðið var líklega nokkuð sátt að fara inn í hálfeikinn með 0-0 stöðu. Danirnir höfðu átt hættulegri færi og ætlaði liðið sér eitthvað í síðari hálfleik þurfti það að nýta sér sínar skyndisóknir betur og reyna halda boltanum betur í síðari hálfleik. Leikurinn opnaðist aðeins meira í síðari hálfleik. Ísland fékk meira sjálfstraust og byrjaði hálfleikinn vel; héldu boltanum vel, ágætis hreyfing meðal manna og þar fram eftir götunum. Eftir það dró aðeins af okkar mönnum aftur og Danirnir sóttu látlaust. Það dró svo til tíðinda átta mínútum fyrir leikslok. Orri Sigurður Ómarsson sendi þá háan bolta inn að marki Dana sem virtist vera að enda í höndum Jakob Jensen, markvarðar Dana, en Ólafur Karl Finsen setti pressu á hann svo hann missti boltann úr höndunum og inn. Dómari leiksins ákvað þó að dæma aukaspyrnu, en hann hefur líklega talið að boltinn hafi farið af hönd Ólafs og í markið. Löglegt mark tekið af okkar mönnum? Maður spyr sig. Það var svo uppúr löngu innkasti sem fyrsta mark leiksins kom. Nicolaj Thomsen kom boltanum í netið eftir darraðdans í teig Ísland. Staðan var orðin svört, því þá þurfti íslenska liðið að skora tvo mörk. Þeir voru þó ekki lengi að jafna. Jöfnunarmarkið kom einungis mínútu síðar þegar Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin úr vítaspyrnu eftir að brotið hafi verið á Sverri Inga Ingasyni. Okkar menn þurftu eitt mark í viðbót, en það tókst ekki og Danir leika því á Evrópumóti U21-árs landliða í knattspyrnu árið 2015. Íslenska liðið spilaði góðan varnarleik, en sóknarleikinn var ekki upp á marga fiska. Liðið var að spila við afar sterkt lið Dana, en eftir á að hyggja veltir maður því fyrir sér hvers vegna Eyjólfur Sverrisson skipti ekki fyrr inná. Það er þó alltaf gott að vera vitur eftir á. Liðið spilaði góðan varnarleik, vel agaðan, en Danirnir fengu mun fleiri og hættulegri færi og verða að teljast eiga sætið skilið, en mótið fer fram eins og fyrr segir í Tékklandi á næsta ári.vísir/valliSverrir Ingi: Stór ákvörðun hjá dómaranum „Þetta er gífurlega svekkjandi. Við vorum búnir að halda þeim ágætlega frá markinu okkar allan leikinn," sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands í leikslok. „Þeir eru meira að dúttla svona fyrir utan teig, en mér finnst við ekki vera nægilega skarpir sóknarlega. Í föstum leikatriðum og þess háttar, þá erum við meira og minna sofandi. Einnig í markinu sem þeir skora, þá erum við ekki að dekka. Það gerir útslagið." „Það var voðalega sárt. Því þá þurftum við tvö mörk, því útivallarmarkið telur auka. Þetta var erfitt, en við náðum að ná inn einu. Hann fór í mig þarna í teignum og þetta var pjúra víti. Við höfðum bara ekki meiri tíma," sagði Sverrir og aðspurður út í atvikið þegar markið var dæmt af Íslandi svaraði hann: „Mér fannst bara markvörðurinn verða hræddur. Hann er búinn að missa boltann áður en Óli fer í einvígið við hann. Hann nær aldrei að grípa boltann og Óli á alveg jafn mikinn rétt á að fara í boltann og markmaðurinn. Hann má nota hendurnar og það er yfirleitt alltaf brot þegar þú snertir hann." „Virkilega stór ákvörðun hjá dómaranum." „Völlurinn var gífurlega erfiður. Hann var frosinn og það var gífurlega erfitt að hemja boltann. Þegar við fengum sóknarmöguleikana þá vorum við ekki nægilega skarpir. Við hefðum átt að fá fleiri fyrirgjafir þvi við erum með stóra leikmenn og svona í teignum," sagði Sverrir að lokum.vísir/valliÓlafur Karl: Dómarinn flautar ósjálfrátt „Þetta var bara mark. Dómarinn flautar bara ósjálfrátt. Hann veit ekki sjálfur á hvað hann flautar á," sagði Ólafur Karl Finsen, vængmaður Íslands, um dóminn umdeilda í leiknum. Aðspurður hvort markmenn séu heilagir svaraði hann: „Mér sýnist það vera þannig. Hann vissi ekki hvað var að. Hann flautaði bara útaf eitthverju." „Þetta hefði farið langleiðina með þetta, en svona er þetta sport. Það er ekki hægt að væla yfir þessu núna." „Þetta var mjög erfiður leikur líkamlega og andlega. Mér fannst okkur takast þetta ágætlega. Það var farið af draga að mér í endann." „Það var mjög erfitt. Mjög súrt að fá það á sig." „Þeir eru mjög sterkir. Það eru kannski eitthverjir að vanmeta þá útaf þetta er ekki Spánn eða Portúgal, en þeir hafa sýnt það að þeir eru heimsklassalið. Við þurftum 100% einbeitingu í að halda þeim frá markinu, en því miður tókst þetta ekki alveg," sagði Ólafur Karl að lokum.vísir/valliJores Okore: Erfitt að brjóta íslensku vörnina á bak aftur „Ég er mjög ánægður og stoltur af liðsfélögum mínum. Við vorum hugrakkir, en þetta var erfiður leikur á móti frábæru liði sem spilaði mjög vel og gerði okkur erfitt fyrir. „Ég er hæstánægður með að hafa komist áfram og hlakka mikið til Evrópumótsins,“ sagði Jores Okere, miðvörður danska U-21 árs liðsins, eftir jafnteflið gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í dag. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli, en Danir fóru áfram á marki á útivelli. Okore kvaðst ánægður með frammistöðu danska liðsins í einvíginu, en fyrri leiknum lyktaði einnig með jafntefli, 0-0. „Við gerðum mjög vel. Þetta voru erfiðir leikir og það var erfitt að brjóta íslensku vörnina á bak aftur. „Þetta var mjög erfitt í fyrri leiknum, en við sköpuðum okkur fleiri færi í þessum leik. Við þurftum bara að koma boltanum yfir línuna og það tókst á endanum,“ sagði Okore að lokum.Tómas Ingi: Eiga hrós skilið „Það er alltaf leiðinlegt að tapa á síðustu sekúndunum. Við fengum á okkur mark eftir 180 mínútum gegn frábæru liði Dana," sagði aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson í leikslok. „Það er svekkjandi. Það er oft auðveldara að tapa stærra því þá er svekkelsið aðeins minna, en þetta er gjörsamlega ömurlegt," en aðspurður hvort menn hafi verið kominn með hausinn inn í framlenginguna þegar mark Dana kom svaraði Tómas: „Ég á nú ekki von á því. Mér fannst við vera með flesta alla á bakvið boltann og menn voru að vinna vinnuna sína. Þeir voru búnir að eiga skot rétt framhjá rétt áður og voru búnir að vera hættulegir. Þetta gat alveg eins dottið inn hjá þeim eins og hjá okkur." „Leikplanið gekk ágætlega upp. Við héldum þó ekki eins vel í boltann og við ætluðum okkur. Varnarlega séð þá held ég að þetta hafi gengið ágætlega og þetta er mest skorandi lið í Evrópu. Við héldum þeim í núllinu í 180 mínútur og það erum við ánægðir með. Við fáum svo ekkert út úr því þar sem þeir skora í lokin." Frederik Schram kom inn í markið rétt fyrir leik þar sem Rúnars Alex var of tæpur til að spila. Tómas segir að þeir hafi þurft að gera fleiri breytingar. „Hann stóð sig virkilega vel og þeir sem komu inn. Við þurftum að gera tvær breytingar rétt fyrir leik. Kristján Gauti var tæpur þannig við þorðum ekki að spila honum, en svona er boltinn - maður þarf að taka ákvarðanir þegar þeir koma og standa á bakvið þær." „Tíminn var of naumur. Það voru gefnar upp þrjár mínútur, en þetta var svo mikið kaós að maður vissi ekki hversu mikið væri búið. Þeir gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu. Þeir eiga hrós skilið fyrir alla keppnina. Við erum ánægðir með þá," sagði Tómas Ingi í leikslok. Allt það helsta úr fyrri hálfleik: Umdeildur dómur þegar mark var dæmt af Íslandi: Danir skora 0-1 Hólmbert Aron jafnar 1-1 Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Danmörk tryggðu sér sæti á EM U21 árs landsliða sem fram fer í Tékklandi árið 2015. Þrjú mörk litu dagsins ljós í Laugardalnum, en öll komu þau alveg undir lok leiksins.Myndirnar hér að ofan tók Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, á Laugardalsvellinum í kvöld. Danirnir voru ívið sterkari og áttu sigurinn skilið. Þeir klikkuðu á fjölmörgum dauðafærum, en íslenska liðið beitti afar sterkri varnartaktík sem dugði vel þangað til nokkrar mínútur lifðu leiks. Þrjár breytingar voru á íslenska liðinu frá fyrri leiknum í Álaborg. Fredrik Schram tók stöðu Rúnars Alex Rúnarssonar í markinu, en Rúnar var meiddur. Hjörtur Hermannsson tók stöðu Harðar Björgvins Magnússonar í vinstri bakverðinum sem var í banni og Þorri Geir Rúnarsson kom inn í liðið á kostnað Emils Atlasonar. Fyrsti landsleikur Þorra var af dýrari gerðinni. Danirnir byrjuðu betur og Fredrik Schram þurfti heldur betur að taka á stóra sínum strax á þrettándu mínútu þegar hann varði skalla Andreas Christensen á meistaralegan hátt. Danirnir, voru eins og búist var við, mun meira með boltann, en sköpuðu sér ekki mörg opin tækifæri í fyrri hálfleik fyrir utan skalla Christensen. Andreas Cornelius fékk hálffæri sem Schram varði einnig stuttu síðar. Íslenska liðinu gekk, líkt og í fyrri leiknum, afar illa að halda boltanum innan liðsins, en Danirnir pressuðu stíft. Fyrsta skot Íslands kom eftir 34. mínútu leik og það var nær himnum en marki Dana. Leikurinn jafnaðist eftir því sem leið á hálfleikinn og bláklæddir heimamenn náðu einni til tveimur fínum sóknum áður en fyrri hálfleik lauk. Danir voru nærri því að komast yfir rétt fyrir hálfleik, en allt kom fyrir ekki og staðan var markalaus í hálfleik. Íslenska liðið var líklega nokkuð sátt að fara inn í hálfeikinn með 0-0 stöðu. Danirnir höfðu átt hættulegri færi og ætlaði liðið sér eitthvað í síðari hálfleik þurfti það að nýta sér sínar skyndisóknir betur og reyna halda boltanum betur í síðari hálfleik. Leikurinn opnaðist aðeins meira í síðari hálfleik. Ísland fékk meira sjálfstraust og byrjaði hálfleikinn vel; héldu boltanum vel, ágætis hreyfing meðal manna og þar fram eftir götunum. Eftir það dró aðeins af okkar mönnum aftur og Danirnir sóttu látlaust. Það dró svo til tíðinda átta mínútum fyrir leikslok. Orri Sigurður Ómarsson sendi þá háan bolta inn að marki Dana sem virtist vera að enda í höndum Jakob Jensen, markvarðar Dana, en Ólafur Karl Finsen setti pressu á hann svo hann missti boltann úr höndunum og inn. Dómari leiksins ákvað þó að dæma aukaspyrnu, en hann hefur líklega talið að boltinn hafi farið af hönd Ólafs og í markið. Löglegt mark tekið af okkar mönnum? Maður spyr sig. Það var svo uppúr löngu innkasti sem fyrsta mark leiksins kom. Nicolaj Thomsen kom boltanum í netið eftir darraðdans í teig Ísland. Staðan var orðin svört, því þá þurfti íslenska liðið að skora tvo mörk. Þeir voru þó ekki lengi að jafna. Jöfnunarmarkið kom einungis mínútu síðar þegar Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin úr vítaspyrnu eftir að brotið hafi verið á Sverri Inga Ingasyni. Okkar menn þurftu eitt mark í viðbót, en það tókst ekki og Danir leika því á Evrópumóti U21-árs landliða í knattspyrnu árið 2015. Íslenska liðið spilaði góðan varnarleik, en sóknarleikinn var ekki upp á marga fiska. Liðið var að spila við afar sterkt lið Dana, en eftir á að hyggja veltir maður því fyrir sér hvers vegna Eyjólfur Sverrisson skipti ekki fyrr inná. Það er þó alltaf gott að vera vitur eftir á. Liðið spilaði góðan varnarleik, vel agaðan, en Danirnir fengu mun fleiri og hættulegri færi og verða að teljast eiga sætið skilið, en mótið fer fram eins og fyrr segir í Tékklandi á næsta ári.vísir/valliSverrir Ingi: Stór ákvörðun hjá dómaranum „Þetta er gífurlega svekkjandi. Við vorum búnir að halda þeim ágætlega frá markinu okkar allan leikinn," sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands í leikslok. „Þeir eru meira að dúttla svona fyrir utan teig, en mér finnst við ekki vera nægilega skarpir sóknarlega. Í föstum leikatriðum og þess háttar, þá erum við meira og minna sofandi. Einnig í markinu sem þeir skora, þá erum við ekki að dekka. Það gerir útslagið." „Það var voðalega sárt. Því þá þurftum við tvö mörk, því útivallarmarkið telur auka. Þetta var erfitt, en við náðum að ná inn einu. Hann fór í mig þarna í teignum og þetta var pjúra víti. Við höfðum bara ekki meiri tíma," sagði Sverrir og aðspurður út í atvikið þegar markið var dæmt af Íslandi svaraði hann: „Mér fannst bara markvörðurinn verða hræddur. Hann er búinn að missa boltann áður en Óli fer í einvígið við hann. Hann nær aldrei að grípa boltann og Óli á alveg jafn mikinn rétt á að fara í boltann og markmaðurinn. Hann má nota hendurnar og það er yfirleitt alltaf brot þegar þú snertir hann." „Virkilega stór ákvörðun hjá dómaranum." „Völlurinn var gífurlega erfiður. Hann var frosinn og það var gífurlega erfitt að hemja boltann. Þegar við fengum sóknarmöguleikana þá vorum við ekki nægilega skarpir. Við hefðum átt að fá fleiri fyrirgjafir þvi við erum með stóra leikmenn og svona í teignum," sagði Sverrir að lokum.vísir/valliÓlafur Karl: Dómarinn flautar ósjálfrátt „Þetta var bara mark. Dómarinn flautar bara ósjálfrátt. Hann veit ekki sjálfur á hvað hann flautar á," sagði Ólafur Karl Finsen, vængmaður Íslands, um dóminn umdeilda í leiknum. Aðspurður hvort markmenn séu heilagir svaraði hann: „Mér sýnist það vera þannig. Hann vissi ekki hvað var að. Hann flautaði bara útaf eitthverju." „Þetta hefði farið langleiðina með þetta, en svona er þetta sport. Það er ekki hægt að væla yfir þessu núna." „Þetta var mjög erfiður leikur líkamlega og andlega. Mér fannst okkur takast þetta ágætlega. Það var farið af draga að mér í endann." „Það var mjög erfitt. Mjög súrt að fá það á sig." „Þeir eru mjög sterkir. Það eru kannski eitthverjir að vanmeta þá útaf þetta er ekki Spánn eða Portúgal, en þeir hafa sýnt það að þeir eru heimsklassalið. Við þurftum 100% einbeitingu í að halda þeim frá markinu, en því miður tókst þetta ekki alveg," sagði Ólafur Karl að lokum.vísir/valliJores Okore: Erfitt að brjóta íslensku vörnina á bak aftur „Ég er mjög ánægður og stoltur af liðsfélögum mínum. Við vorum hugrakkir, en þetta var erfiður leikur á móti frábæru liði sem spilaði mjög vel og gerði okkur erfitt fyrir. „Ég er hæstánægður með að hafa komist áfram og hlakka mikið til Evrópumótsins,“ sagði Jores Okere, miðvörður danska U-21 árs liðsins, eftir jafnteflið gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í dag. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli, en Danir fóru áfram á marki á útivelli. Okore kvaðst ánægður með frammistöðu danska liðsins í einvíginu, en fyrri leiknum lyktaði einnig með jafntefli, 0-0. „Við gerðum mjög vel. Þetta voru erfiðir leikir og það var erfitt að brjóta íslensku vörnina á bak aftur. „Þetta var mjög erfitt í fyrri leiknum, en við sköpuðum okkur fleiri færi í þessum leik. Við þurftum bara að koma boltanum yfir línuna og það tókst á endanum,“ sagði Okore að lokum.Tómas Ingi: Eiga hrós skilið „Það er alltaf leiðinlegt að tapa á síðustu sekúndunum. Við fengum á okkur mark eftir 180 mínútum gegn frábæru liði Dana," sagði aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson í leikslok. „Það er svekkjandi. Það er oft auðveldara að tapa stærra því þá er svekkelsið aðeins minna, en þetta er gjörsamlega ömurlegt," en aðspurður hvort menn hafi verið kominn með hausinn inn í framlenginguna þegar mark Dana kom svaraði Tómas: „Ég á nú ekki von á því. Mér fannst við vera með flesta alla á bakvið boltann og menn voru að vinna vinnuna sína. Þeir voru búnir að eiga skot rétt framhjá rétt áður og voru búnir að vera hættulegir. Þetta gat alveg eins dottið inn hjá þeim eins og hjá okkur." „Leikplanið gekk ágætlega upp. Við héldum þó ekki eins vel í boltann og við ætluðum okkur. Varnarlega séð þá held ég að þetta hafi gengið ágætlega og þetta er mest skorandi lið í Evrópu. Við héldum þeim í núllinu í 180 mínútur og það erum við ánægðir með. Við fáum svo ekkert út úr því þar sem þeir skora í lokin." Frederik Schram kom inn í markið rétt fyrir leik þar sem Rúnars Alex var of tæpur til að spila. Tómas segir að þeir hafi þurft að gera fleiri breytingar. „Hann stóð sig virkilega vel og þeir sem komu inn. Við þurftum að gera tvær breytingar rétt fyrir leik. Kristján Gauti var tæpur þannig við þorðum ekki að spila honum, en svona er boltinn - maður þarf að taka ákvarðanir þegar þeir koma og standa á bakvið þær." „Tíminn var of naumur. Það voru gefnar upp þrjár mínútur, en þetta var svo mikið kaós að maður vissi ekki hversu mikið væri búið. Þeir gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu. Þeir eiga hrós skilið fyrir alla keppnina. Við erum ánægðir með þá," sagði Tómas Ingi í leikslok. Allt það helsta úr fyrri hálfleik: Umdeildur dómur þegar mark var dæmt af Íslandi: Danir skora 0-1 Hólmbert Aron jafnar 1-1
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira