Átökin harðna í Úkraínu 3. maí 2014 00:01 stjórnarherinn í Slovjansk Úkraínskir hermenn í Slovjansk við eina af þeim eftirlitsstöðvum uppreisnarmanna sem stjórnarherinn náði á sitt vald í gær.Nordicphotos/AFP vísir/ap Uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins í gær, eftir að stjórnarherinn í Úkraínu hóf fyrstu stórsókn sína gegn þeim. Úkraínustjórn fullyrti síðan að stjórnarherinn hefði fellt eða sært fjölda uppreisnarmanna. Stjórnin skýrði einnig frá því að tveir hermenn úr stjórnarhernum hefðu látið lífið. Rússlandsstjórn sagði atburði gærdagsins greinilegt merki þess að tveggja vikna gamalt friðarsamkomulag, sem gert var í Genf, sé að engu orðið.Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í gær, og sögðust þau reiðubúin til þess að herða enn frekar refsiaðgerðir gegn Rússum, bæði rússneskum ráðamönnum og rússnesku efnahagslífi. Til átaka kom eldsnemma í gærmorgun skammt frá borginni Slovjansk, þar sem aðskilnaðarsinnar höfðu náð stjórnarbyggingum á sitt vald rétt eins og í mörgum fleiri borgum í austurhluta landsins. Stjórnarherinn mætti harðri mótspyrnu frá aðskilnaðarsinnum, en undir kvöld fullyrti Oleksander Túrtsjínov Úkraínuforseti að herinn væri búinn að ná á sitt vald öllum þeim eftirlitsstöðvum, sem uppreisnarmenn höfðu komið sér upp í kringum borgina. Stjórnarhernum hafði samt síðdegis í gær ekki tekist að ná stjórnarbyggingunum úr höndum aðskilnaðarsinna. „Öryggissveitir okkar eru að berjast við málaliða erlendra ríkja, hryðjuverkamenn og glæpamenn,“ sagði Túrtsjínov, sem ítrekað hefur sakað rússnesk stjórnvöld um að styðja aðskilnaðarsinna og kynda undir ólguna í austurhluta landsins. Einnig kom til átaka í gær milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í hafnarborginni Odessa við Svartahafið, en til þessa hefur uppreisn úkraínskra aðskilnaðarsinna lítt látið á sér kræla þar í borg. Í átökunum þar í gær kviknaði í byggingu með þeim afleiðingum að rúmlega 30 manns brunnu inni. Friðarsamningurinn, sem gerður var í Genf í síðasta mánuði, snerist um að uppreisnarmenn létu af hendi þær stjórnarbyggingar, sem þeir hafa lagt undir sig, gegn því að Úkraínustjórn léti eiga sig að ráðast gegn þeim með hervaldi. Aðskilnaðarsinnar hafa í engu orðið við þessu, en Rússar hafa skorað á Úkraínustjórn að beita ekki hervaldi gegn aðskilnaðarsinnum. Á hinn bóginn saka Rússar Úkraínustjórn um að hafa notað hryðjuverkamenn úr samtökum öfgaþjóðernissinna til hernaðaraðgerða gegn aðskilnaðarsinnum. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins í gær, eftir að stjórnarherinn í Úkraínu hóf fyrstu stórsókn sína gegn þeim. Úkraínustjórn fullyrti síðan að stjórnarherinn hefði fellt eða sært fjölda uppreisnarmanna. Stjórnin skýrði einnig frá því að tveir hermenn úr stjórnarhernum hefðu látið lífið. Rússlandsstjórn sagði atburði gærdagsins greinilegt merki þess að tveggja vikna gamalt friðarsamkomulag, sem gert var í Genf, sé að engu orðið.Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í gær, og sögðust þau reiðubúin til þess að herða enn frekar refsiaðgerðir gegn Rússum, bæði rússneskum ráðamönnum og rússnesku efnahagslífi. Til átaka kom eldsnemma í gærmorgun skammt frá borginni Slovjansk, þar sem aðskilnaðarsinnar höfðu náð stjórnarbyggingum á sitt vald rétt eins og í mörgum fleiri borgum í austurhluta landsins. Stjórnarherinn mætti harðri mótspyrnu frá aðskilnaðarsinnum, en undir kvöld fullyrti Oleksander Túrtsjínov Úkraínuforseti að herinn væri búinn að ná á sitt vald öllum þeim eftirlitsstöðvum, sem uppreisnarmenn höfðu komið sér upp í kringum borgina. Stjórnarhernum hafði samt síðdegis í gær ekki tekist að ná stjórnarbyggingunum úr höndum aðskilnaðarsinna. „Öryggissveitir okkar eru að berjast við málaliða erlendra ríkja, hryðjuverkamenn og glæpamenn,“ sagði Túrtsjínov, sem ítrekað hefur sakað rússnesk stjórnvöld um að styðja aðskilnaðarsinna og kynda undir ólguna í austurhluta landsins. Einnig kom til átaka í gær milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í hafnarborginni Odessa við Svartahafið, en til þessa hefur uppreisn úkraínskra aðskilnaðarsinna lítt látið á sér kræla þar í borg. Í átökunum þar í gær kviknaði í byggingu með þeim afleiðingum að rúmlega 30 manns brunnu inni. Friðarsamningurinn, sem gerður var í Genf í síðasta mánuði, snerist um að uppreisnarmenn létu af hendi þær stjórnarbyggingar, sem þeir hafa lagt undir sig, gegn því að Úkraínustjórn léti eiga sig að ráðast gegn þeim með hervaldi. Aðskilnaðarsinnar hafa í engu orðið við þessu, en Rússar hafa skorað á Úkraínustjórn að beita ekki hervaldi gegn aðskilnaðarsinnum. Á hinn bóginn saka Rússar Úkraínustjórn um að hafa notað hryðjuverkamenn úr samtökum öfgaþjóðernissinna til hernaðaraðgerða gegn aðskilnaðarsinnum.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira