Innlent

Leit heldur áfram í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Leit að íslenskri konu á fertugsaldri hefur engan árangur borið, en leitað verður áfram í Fljótshlíð í nótt.  Spænsk vinkona hennar, sem var nýflutt til landsins, fannst látin í Bleiksárgljúfri í gær. Síðast er vitað um konurnar í sumarbústað í Fljótshlíð um kvöldmatarleyti á laugardag.

Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, eru kafarar hættir störfum í dag og ekki eru líkur á að þeir haldi áfram að leita í hylnum. Sjónum þeirra sé nú beint að nálægum fossum.

Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni.

Um er að ræða mjög víðtæka leit, sem hóst að fullu um eitt leytið í dag. Leitarsvæðið var stækkað út frá gljúfrinu í um 6,5 kílómetra radíus út frá því.

Til leitarinnar hafa verið notaðir hundar, kafarar, þyrla Landhelgisgæslunnar og gönguhópar. Þá hefur einnig verið leitað við sumarhús á svæðinu.


Tengdar fréttir

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Leitarsvæðið stækkað

Um 80 manns taka nú þátt í leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardagskvöldið.

Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri

Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×