Innlent

Leitarsvæðið stækkað

Samúel Karl Ólason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Allar björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út.
Allar björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út. Vísir/Magnús Hlynur
Um 80 manns taka nú þátt í leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardagskvöldið. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út sem og sveitir á höfuðborgarsvæðinu.

Erlend vinkona hennar fannst látin í Bleiksárgljúfri í gær.

Um er að ræða mjög víðtæka leit, sem hóst að fullu um eitt leytið í dag, en til stendur að stækka leitarsvæðið út frá gljúfrinu. Einnig leita sveitir í Markarfljóti.

Einnig á að kemba svæðið sem leitað var á í gær aftur. Til leitarinnar eru notaðir hundar, kafarar, þyrla Landhelgisgæslunnar og gönguhópar. Þá er einnig leitað við sumarhús á svæðinu.

Erfitt er að leita í gljúfrinu vegna mikils dýpis og hve margir hylir eru þar.

Aðgerðum er stjórnað úr húsnæði Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli.

Vísir/Magnús Hlynur
Björgunarsveitarmenn leita víða í Fljótshlíðinni.Mynd/Kolbrún Magnúsdóttir
Leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri eru ekki góð.Mynd/Kolbrún Magnúsdóttir
Um 80 manns taka þátt í leitinni.Mynd/Kolbrún Magnúsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×