Íslenski boltinn

Vonbrigði ársins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árlegur uppgjörsþáttur Pepsi-markanna var sýndur á laugardagskvöldið. Þar fóru Hörður Magnússon og félagar yfir tímabilið sem leið og veittu ýmsar viðurkenningar.

Sérfræðingar Pepsi-markanna völdu einnig vonbrigði ársins, sem að þeirra mati var lið Breiðabliks sem endaði í 7. sæti deildarinnar.

Stuttu fyrir tímabilið tilkynnti Ólafur Kristjánsson að hann væri á leið til Danmerkur að taka við liði Nordsjælland. Ólafur, sem hafði verið við stjórnvölinn hjá Blikum síðan 2006, stýrði Kópavogsliðinu í fyrstu sex leikjum tímabilsins þar sem uppskeran var aðeins fjögur stig.

Guðmundur Benediktsson tók við starfi Ólafs og undir handleiðslu hans tókst Blikum að bjarga sér frá falli. Í leiðinni setti Breiðablik met, en ekkert lið í efstu deild á Íslandi hefur gert jafn mörg jafntefli (12) og Blikar gerðu í ár.


Tengdar fréttir

Ólafur: Eins og hver annar leikdagur

Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×