Íslenski boltinn

Ásmundur vill gera nýjan samning

Arnar Björnsson skrifar
Vísir/Daníel
Ásmundur Arnarsson vill vera áfram þjálfari Fylkis en þriggja ára samingi hans við félagið lýkur í haust. Hann vill ekki svara því hvort önnur lið hafi leitað til hans.

„Ég er fyrst og fremst tilbúinn til að starfa áfram hjá Fylki og vonandi geri ég annan þriggja ára samning við félagið“.

„Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópnum á hverju ári og mér finnst í raun að ég hafi þrisvar sinnum þjálfað Fylki en ekki þjálfað liði í þrjú ár vegna allra breytinganna í upphafi hverrar leiktíðar“.

Ásmundur segir að flest bendi til þess að litlar breytingar verði á leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð. Fylkir endaði í sjötta sæti og var nálægt því að tryggja sér Evrópusæti.

Fylkir tapaði fyrir Fram í síðustu umferðinni og miðað við úrslitin í lokaumferðinni hefði sigur á Fram skotið Árbæjarliðinu í Evrópusæti á kostnað Víkinga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×