Innlent

Mótmæla stefnu stjórnvalda gagnvart menntunartækifærum 25 ára og eldri

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Oddný Harðardóttir ætlar að taka málið sérstaklega upp á Alþingi klukkan hálf fjögur.
Oddný Harðardóttir ætlar að taka málið sérstaklega upp á Alþingi klukkan hálf fjögur. Vísir/GVA
Boðað hefur verið til mótmæla á pöllum Alþingis í dag vegna þess að til stendur að veita framhaldsskólum ekki lengur fjármagn til að mennta nemendur sem eru 25 ára og eldri. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að skólarnir fái ekki lengur peninga til að mennta þennan hóp.

Vegna þessa hefur verið ákveðið að leggja niður öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð eins og greint var frá á Vísi í gær. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar ætlar að taka málið sérstaklega upp á Alþingi klukkan hálf fjögur og hefur verið boðað til mótmælanna þá.


Tengdar fréttir

Harma hlut framhaldsskólanna í fjárlögum

SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er.

Ekki eldri en 25 ára í framhaldsskóla

Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×