Reynsluboltar kenna í Reykjavik fashion academy 22. ágúst 2014 14:00 Þær Selma og Elsa með Stefáni Jörgen sem mun kenna "special effect“ förðun í Reykjavík Fashion Academy á haustönn. Mynd/GVA Förðunarmeistararnir Selma Karlsdóttir og Elsa Þuríður Þórisdóttir eru kennarar förðunardeildar RFA. Þær hafa afar ólíka reynslu að baki en mynda saman frábært teymi sem getur miðlað fjölbreyttum fróðleik til nemenda skólans.Úr heimi kvikmynda Selma slysaðist inn í heim kvikmyndagerðar fyrir tuttugu árum. „Ég var beðin um að leika í tónlistarmyndbandi, kynntist skemmtilegu fólki og fór hægt og rólega að starfa í þessum geira,“ segir Selma. Brátt kynntist hún starfi förðunarfræðinga og fyrr en varði var hún komin í nám í förðunarfræði. „Mér fannst þetta mjög spennandi. Það er svo persónulegt og förðunarfræðingar fá að vera í svo miklu návígi við leikara og fyrirsætur.“ Eftir námið gerðust hlutirnir hratt. Hún fór að vinna í Hörpu, Ávaxtakörfunni og farðaði Russell Crowe fyrir tónlistarmyndband sem hann gerði meðan hann var hér við tökur á myndinni Noah. „Þetta var voða gaman og Russell var mjög almennilegur!“ Selma hefur mörg járn í eldinum. Hún rekur Magma Dive köfunarþjónustu og framleiðir kvikmyndir. Nýjasta verkefni hennar á því sviði er ný mynd eftir Jón Atla Jónasson sem verður frumsýnd í október. Auk þess hefur hún þjónustað erlend fyrirtæki sem hafa komið hingað til lands. Til dæmis breska Vogue, Discovery Channel, Fendi og tekið þátt í Weird Girls-verkefninu.Með mikla reynslu úr leikhúsi „Ég lærði snyrtifræði í Kaupmannahöfn. Síðan fór ég að vinna hjá Þjóðleikhúsi Íslands 1975 og lærði þar hárkollugerð og förðun,“ segir Elsa sem vann þar næstu tólf ár en flutti svo af landi brott. Þegar hún sneri heim fjórtán árum síðar hóf hún aftur störf hjá Þjóðleikhúsinu og farðaði fyrir flestar sýningar sem settar voru á fjalirnar. Hún byrjaði að kenna förðun árið 2010 en hefur kennt við RFA síðan í janúar. Samhliða því vinnur hún við förðun í Borgarleikhúsinu. Innt eftir eftirminnilegum verkefnum segir Elsa úr mörgu að velja. „Það var afskaplega gaman að vinna við Mary Poppins.“Námið í RFA er skemmtilegt og líflegt.Samvinna milli deilda Nemendur í förðun í RFA fá afar breiðan grunn í námi sínu. „Við kennum alhliða förðun, bæði fyrir hvunndaginn en einnig fyrir leikhús, auglýsingar, kvikmyndir og ljósmyndatökur,“ upplýsir Elsa. „Við kennum þeim líka tímabilaförðun, förum í sögu förðunar og svo læra þær bæði fantasíuförðun og „special effect“.“ Rík áhersla er lögð á að nemendur fái víðtæka reynslu svo þeir hafi úr nægu að velja við útskrift. „Við leggjum mikla áherslu á að nemendur séu tilbúnir til að fara út á vinnumarkaðinn þegar þeir koma frá okkur. Hafi hraðann og kunni að vinna,“ bætir Elsa við. Stór kostur við RFA er að þar er mikil samvinna á milli deilda. „Það er mikilvægt fyrir nemendur að kynnast því hvernig er að vinna með stílista og ljósmyndara. Með því að vinna með öðrum deildum læra nemendur hvernig á að bera sig að,“ segir Selma og bendir á að nemendur hafi líka aðgang að fyrirsætum og fái því flottar myndir í möppuna sína. Förðunarfræðingar geta átt von á því að taka þátt í mjög skemmtilegum verkefnum, líkt og myndatöku á jökli.Nemar með í tökur Bæði Selma og Elsa bjóða nemendum að koma með sér í verkefni sem þær eru að vinna að enda telja þær mikilvægt að nemendur fái innsýn í raunverulegt starfsumhverfi förðunarfræðinga. „Nemendurnir fá að sjá hvernig vinnan fer fram á tökustað og vita því betur að hverju þeir ganga eftir að skólanum lýkur,“ segir Selma. Af nógum verkefnum er að taka því skólinn á gott samstarf við Reykjavík Fashion Festival og Secret Solstice svo eitthvað sé nefnt. En ekki er aðeins farið á tökustaði fyrir auglýsingar, leiksýningar og þess háttar heldur er listin einnig kennd í samfélaginu. „Við höfum meira að segja farið á öldrunarheimili og kennt þar förðun fyrir eldra fólk,“ útskýrir Elsa.Góður árangur nemenda Langflestir nemendurnir sem útskrifast hafa frá RFA hafa staðið sig með prýði. „Það hefur sýnt sig að metnaðarfullir krakkar sem við höfum útskrifað hafa komið sér í mörg mjög flott verkefni. Nokkrir hafa unnið í Latabæ, aðrir hafa farið í leikhúsin og ein stelpa hefur ferðast með Game of Thrones, unnið fyrir franska tískuhúsið Hermès og við Volvic-vatnsherferðina,“ upplýsir Selma og Elsa bætir við: „Við reynum að fylgjast með nemendum okkar til að sjá hvernig þeir pluma sig á vinnumarkaðnum. Við erum afar stoltar af þessum krökkum!“ Skráning stendur yfir. Nánari upplýsingar á www.rfa.isTæknibrelluförðun býður upp á ótrúlega förðun. Hér er Páll Óskar í gervi gamals manns.Býr til sár, hauskúpur og líkStefán Jörgen Ágústsson hefur sérhæft sig í „special effect“ förðun. Hann kennir nemendum Reykjavík Fashion Academy að búa til sár úr silíkoni og ýmsar aðrar tæknibrellur. Stefán Jörgen er sjálfmenntaður í heimi „special effect“ förðunar. „Ég byrjaði á þessu tólf, þrettán ára gamall og hef verið að síðan,“ segir Stefán en áhuginn kviknaði út frá nokkrum bíómyndum. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir skrímsli og forynjur en sú mynd sem kveikti áhuga minn á þessu fyrir alvöru var Labyrinth með David Bowie auk Star Wars-myndanna. Ég byrjaði að fikra mig áfram alveg frá grunni og náði ansi langt. Svo eignaðist ég bækur og kennslumyndbönd og þannig þróaðist þetta hægt og örugglega,“ segir Stefán. Fyrsta raunverulega verkefnið var að hanna fjölda gríma fyrir stuttmyndina Oiko logos. „Ég fékk reyndar ekkert borgað fyrir það,“ segir Stefán glettinn en fyrsta stóra borgaða verkefnið var Myrkrahöfðingi Hrafns Gunnlaugssonar. Stefán mun meðal annars kenna nemendum að búa til sár.Stærstu verkefnin sem Stefán hefur unnið að eru myndirnar Letters from Iwo Jima, Flags of Our Fathers og The Wolfman með Benicio del Toro í aðalhlutverki. „The Wolfman fékk Óskarsverðlaun fyrir förðun og ég var því mjög lánsamur að fá að vinna við þá mynd,“ segir Stefán, sem var hluti af stóru förðunarteymi í Pinewood Studios-kvikmyndaverinu í Bretlandi. „Ég var aðallega í prufuförðun, þræddi hár á varúlfahendur og gerði við þær.“ Stefán Jörgen hefur áður miðlað af reynslu sinni til förðunarnemenda en kennir nú í fyrsta sinn í RFA. Hann mun til að mynda kenna nemendum að búa til sár af ýmsu tagi úr silíkonefnum. Fyrir utan þetta mun Stefán vera með opin kvöldnámskeið í október.Cara DelevingneMeðal gestakennara RFA á þessu ári er Ísak Freyr, en hann hefur farðað í tískuheiminum í London í áraraðir fyrir viðskiptavini á borð við L’Oreal, Maybelline og Nike. Nú í vor farðaði hann ofurfyrirsætuna Cara Delevingne. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Förðunarmeistararnir Selma Karlsdóttir og Elsa Þuríður Þórisdóttir eru kennarar förðunardeildar RFA. Þær hafa afar ólíka reynslu að baki en mynda saman frábært teymi sem getur miðlað fjölbreyttum fróðleik til nemenda skólans.Úr heimi kvikmynda Selma slysaðist inn í heim kvikmyndagerðar fyrir tuttugu árum. „Ég var beðin um að leika í tónlistarmyndbandi, kynntist skemmtilegu fólki og fór hægt og rólega að starfa í þessum geira,“ segir Selma. Brátt kynntist hún starfi förðunarfræðinga og fyrr en varði var hún komin í nám í förðunarfræði. „Mér fannst þetta mjög spennandi. Það er svo persónulegt og förðunarfræðingar fá að vera í svo miklu návígi við leikara og fyrirsætur.“ Eftir námið gerðust hlutirnir hratt. Hún fór að vinna í Hörpu, Ávaxtakörfunni og farðaði Russell Crowe fyrir tónlistarmyndband sem hann gerði meðan hann var hér við tökur á myndinni Noah. „Þetta var voða gaman og Russell var mjög almennilegur!“ Selma hefur mörg járn í eldinum. Hún rekur Magma Dive köfunarþjónustu og framleiðir kvikmyndir. Nýjasta verkefni hennar á því sviði er ný mynd eftir Jón Atla Jónasson sem verður frumsýnd í október. Auk þess hefur hún þjónustað erlend fyrirtæki sem hafa komið hingað til lands. Til dæmis breska Vogue, Discovery Channel, Fendi og tekið þátt í Weird Girls-verkefninu.Með mikla reynslu úr leikhúsi „Ég lærði snyrtifræði í Kaupmannahöfn. Síðan fór ég að vinna hjá Þjóðleikhúsi Íslands 1975 og lærði þar hárkollugerð og förðun,“ segir Elsa sem vann þar næstu tólf ár en flutti svo af landi brott. Þegar hún sneri heim fjórtán árum síðar hóf hún aftur störf hjá Þjóðleikhúsinu og farðaði fyrir flestar sýningar sem settar voru á fjalirnar. Hún byrjaði að kenna förðun árið 2010 en hefur kennt við RFA síðan í janúar. Samhliða því vinnur hún við förðun í Borgarleikhúsinu. Innt eftir eftirminnilegum verkefnum segir Elsa úr mörgu að velja. „Það var afskaplega gaman að vinna við Mary Poppins.“Námið í RFA er skemmtilegt og líflegt.Samvinna milli deilda Nemendur í förðun í RFA fá afar breiðan grunn í námi sínu. „Við kennum alhliða förðun, bæði fyrir hvunndaginn en einnig fyrir leikhús, auglýsingar, kvikmyndir og ljósmyndatökur,“ upplýsir Elsa. „Við kennum þeim líka tímabilaförðun, förum í sögu förðunar og svo læra þær bæði fantasíuförðun og „special effect“.“ Rík áhersla er lögð á að nemendur fái víðtæka reynslu svo þeir hafi úr nægu að velja við útskrift. „Við leggjum mikla áherslu á að nemendur séu tilbúnir til að fara út á vinnumarkaðinn þegar þeir koma frá okkur. Hafi hraðann og kunni að vinna,“ bætir Elsa við. Stór kostur við RFA er að þar er mikil samvinna á milli deilda. „Það er mikilvægt fyrir nemendur að kynnast því hvernig er að vinna með stílista og ljósmyndara. Með því að vinna með öðrum deildum læra nemendur hvernig á að bera sig að,“ segir Selma og bendir á að nemendur hafi líka aðgang að fyrirsætum og fái því flottar myndir í möppuna sína. Förðunarfræðingar geta átt von á því að taka þátt í mjög skemmtilegum verkefnum, líkt og myndatöku á jökli.Nemar með í tökur Bæði Selma og Elsa bjóða nemendum að koma með sér í verkefni sem þær eru að vinna að enda telja þær mikilvægt að nemendur fái innsýn í raunverulegt starfsumhverfi förðunarfræðinga. „Nemendurnir fá að sjá hvernig vinnan fer fram á tökustað og vita því betur að hverju þeir ganga eftir að skólanum lýkur,“ segir Selma. Af nógum verkefnum er að taka því skólinn á gott samstarf við Reykjavík Fashion Festival og Secret Solstice svo eitthvað sé nefnt. En ekki er aðeins farið á tökustaði fyrir auglýsingar, leiksýningar og þess háttar heldur er listin einnig kennd í samfélaginu. „Við höfum meira að segja farið á öldrunarheimili og kennt þar förðun fyrir eldra fólk,“ útskýrir Elsa.Góður árangur nemenda Langflestir nemendurnir sem útskrifast hafa frá RFA hafa staðið sig með prýði. „Það hefur sýnt sig að metnaðarfullir krakkar sem við höfum útskrifað hafa komið sér í mörg mjög flott verkefni. Nokkrir hafa unnið í Latabæ, aðrir hafa farið í leikhúsin og ein stelpa hefur ferðast með Game of Thrones, unnið fyrir franska tískuhúsið Hermès og við Volvic-vatnsherferðina,“ upplýsir Selma og Elsa bætir við: „Við reynum að fylgjast með nemendum okkar til að sjá hvernig þeir pluma sig á vinnumarkaðnum. Við erum afar stoltar af þessum krökkum!“ Skráning stendur yfir. Nánari upplýsingar á www.rfa.isTæknibrelluförðun býður upp á ótrúlega förðun. Hér er Páll Óskar í gervi gamals manns.Býr til sár, hauskúpur og líkStefán Jörgen Ágústsson hefur sérhæft sig í „special effect“ förðun. Hann kennir nemendum Reykjavík Fashion Academy að búa til sár úr silíkoni og ýmsar aðrar tæknibrellur. Stefán Jörgen er sjálfmenntaður í heimi „special effect“ förðunar. „Ég byrjaði á þessu tólf, þrettán ára gamall og hef verið að síðan,“ segir Stefán en áhuginn kviknaði út frá nokkrum bíómyndum. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir skrímsli og forynjur en sú mynd sem kveikti áhuga minn á þessu fyrir alvöru var Labyrinth með David Bowie auk Star Wars-myndanna. Ég byrjaði að fikra mig áfram alveg frá grunni og náði ansi langt. Svo eignaðist ég bækur og kennslumyndbönd og þannig þróaðist þetta hægt og örugglega,“ segir Stefán. Fyrsta raunverulega verkefnið var að hanna fjölda gríma fyrir stuttmyndina Oiko logos. „Ég fékk reyndar ekkert borgað fyrir það,“ segir Stefán glettinn en fyrsta stóra borgaða verkefnið var Myrkrahöfðingi Hrafns Gunnlaugssonar. Stefán mun meðal annars kenna nemendum að búa til sár.Stærstu verkefnin sem Stefán hefur unnið að eru myndirnar Letters from Iwo Jima, Flags of Our Fathers og The Wolfman með Benicio del Toro í aðalhlutverki. „The Wolfman fékk Óskarsverðlaun fyrir förðun og ég var því mjög lánsamur að fá að vinna við þá mynd,“ segir Stefán, sem var hluti af stóru förðunarteymi í Pinewood Studios-kvikmyndaverinu í Bretlandi. „Ég var aðallega í prufuförðun, þræddi hár á varúlfahendur og gerði við þær.“ Stefán Jörgen hefur áður miðlað af reynslu sinni til förðunarnemenda en kennir nú í fyrsta sinn í RFA. Hann mun til að mynda kenna nemendum að búa til sár af ýmsu tagi úr silíkonefnum. Fyrir utan þetta mun Stefán vera með opin kvöldnámskeið í október.Cara DelevingneMeðal gestakennara RFA á þessu ári er Ísak Freyr, en hann hefur farðað í tískuheiminum í London í áraraðir fyrir viðskiptavini á borð við L’Oreal, Maybelline og Nike. Nú í vor farðaði hann ofurfyrirsætuna Cara Delevingne.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira