Enski boltinn

Eiður Smári farinn að æfa með Bolton

Eiður á æfingu í morgun.
Eiður á æfingu í morgun. mynd/bolton
Eiður Smári Guðjohnsen er enn í leit að nýju félagi og nú er hann farinn að sprikla með gömlum félögum.

Twitter-síða Bolton Wanderers birti í dag myndir af æfingu félagsins þar sem Eiður Smári var mættur í banastuði.

Eiður er að reyna að halda sér í formi á meðan hann skoðar hvað taki við hjá sér.

Það kitlar eflaust marga stuðningsmenn Bolton að fá Eið aftur í hvíta búninginn þar sem hann sló í gegn á árunum 1998 til 2000. Eftir góða frammistöðu þar var hann keyptur til Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×