Menning

Büchel til Feneyja

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Tillaga Christophs Büchel vekur fólk til umhugsunar um stöðu og þróun samfélaga, skilgreiningar og sjálfsmynd.
Tillaga Christophs Büchel vekur fólk til umhugsunar um stöðu og þróun samfélaga, skilgreiningar og sjálfsmynd.

Fagráð valdi úr innsendum tillögum um framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2015 og samdóma álit þess er að tillaga Christophs Büchel myndlistarmanns uppfylli allar þær forsendur sem leitað var eftir. Hún þykir hugmyndafræðilega sterk og eiga erindi við samtímann í íslensku og alþjóðlegu samhengi.



Sýningarstjóri er Nína Magnúsdóttir.



Christoph Büchel fæddist í Basel í Sviss 1966 en hefur búið á Íslandi frá árinu 2007. Hann er vel þekktur á alþjóðavettvangi fyrir konseptverk sín. Hann vinnur í ýmsa miðla en er hvað þekktastur fyrir hugmyndafræðileg verk og stórar og aðstæðubundnar innsetningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.