„Þessu skaut upp í hausinn á mér og var ekki rétt, eftir á að hyggja“ Þorgils Jónsson skrifar 17. janúar 2014 16:12 Frosti Sigurjónsson segist ekki hafa haft réttar upplýsingar er hann tjáði sigu um það tjón sem MP banki kunni að hafa valdið ríkissjóði í hruninu. Vísir/Valli Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, játar að hafa farið rangt með í viðtali við Stöð 2 um síðustu helgi. Í viðtalinu sagði hann að rök mætti færa fyrir því að MP banki ætti ekki að þurfa að greiða neinn bankaskatt, þar eð hann hafi ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu.Fram hefur komið í fjölmiðlum að eftir að frískuldamark upp á 50 milljarða vegna bankaskatts hafi verið sett á fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember, hafi greiðslur MP banka orðið 53 milljónir, en án þessa frímarks hefði bankinn þurft að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt.„Það er búið að benda mér á að þær upplýsingar sem ég hafði voru ekki réttar,“ segir Frosti í samtali við Vísi. „Það má færa rök fyrir að MP banki hafi bakað ríkinu tjón án þess að ég viti hvað það er mikið. Maður fær svampinn [hljóðnema fréttamanns] framan í sig og dettur eitthvað í hug. Ég hafði lesið þetta einhversstaðar eða séð í fréttum, hvort sem það var hjá Þorsteini Pálssyni eða hvað. Ég veit ekki einu sinni hvar ég hafði heimildir fyrir því, en þessu skaut upp í hausinn á mér þarna og var ekki rétt, eftir á að hyggja.“ Frosti sagðist eiga eftir að kynna sér hversu miklu tjóni MP banki olli ríkissjóði en honum hafi ekki gefist tími til þess hingað til.„Þetta var ekki nógu nákvæmlega orðað hjá mér, heldur hefði ég frekar átt að segja minna tjón.“ Í umfjöllun á Vísi árið 2011 sagði meðal annars að MP banki, eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, hafi stundað endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, játar að hafa farið rangt með í viðtali við Stöð 2 um síðustu helgi. Í viðtalinu sagði hann að rök mætti færa fyrir því að MP banki ætti ekki að þurfa að greiða neinn bankaskatt, þar eð hann hafi ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu.Fram hefur komið í fjölmiðlum að eftir að frískuldamark upp á 50 milljarða vegna bankaskatts hafi verið sett á fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember, hafi greiðslur MP banka orðið 53 milljónir, en án þessa frímarks hefði bankinn þurft að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt.„Það er búið að benda mér á að þær upplýsingar sem ég hafði voru ekki réttar,“ segir Frosti í samtali við Vísi. „Það má færa rök fyrir að MP banki hafi bakað ríkinu tjón án þess að ég viti hvað það er mikið. Maður fær svampinn [hljóðnema fréttamanns] framan í sig og dettur eitthvað í hug. Ég hafði lesið þetta einhversstaðar eða séð í fréttum, hvort sem það var hjá Þorsteini Pálssyni eða hvað. Ég veit ekki einu sinni hvar ég hafði heimildir fyrir því, en þessu skaut upp í hausinn á mér þarna og var ekki rétt, eftir á að hyggja.“ Frosti sagðist eiga eftir að kynna sér hversu miklu tjóni MP banki olli ríkissjóði en honum hafi ekki gefist tími til þess hingað til.„Þetta var ekki nógu nákvæmlega orðað hjá mér, heldur hefði ég frekar átt að segja minna tjón.“ Í umfjöllun á Vísi árið 2011 sagði meðal annars að MP banki, eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, hafi stundað endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira