Menning

Jólunum fagnað á Café Lingua

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Café Lingua Borgarbókasafns brá sér í tungumálaskólann Dósaverksmiðjuna í gær þar sem efnt var til jólaveislu. Boðið var upp á fallegan kórsöng, leiklistargjörning og jólaglögg í heimsborgaralegu andrúmslofti.

Sönghópur fiskvinnslufólks úr Grindavík, sem ber hið glæsilega nafn Vísiskórinn, söng jólalög bæði á íslensku og pólsku. Þá var Raddbandafélag Reykjavíkur með léttan jólahelgileik auk þess sem fjöltyngdi leikhópurinn Baunadósinn tróð upp.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér í veisluna og fylgdist með laufabrauðsgerð, smákökubakstri og gerð glæsilegra skreytinga. Myndirnar má sjá hér að neðan.

Glatt var á hjalla í gærkvöldi.Vísir/Stefán





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.