Þorir að brjótast út fyrir rammann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2014 13:00 Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda. Vísir/Vilhelm „Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta dansverk. Það fjallar um að þora að gera eitthvað nýtt og vera ekki alltaf í sama farinu. Þora að brjótast út fyrir rammann – eða kassann, því við sýnum í Kassanum,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, um verkið VIVID sem hún ætlar að frumsýna milli jóla og nýárs. Fimm dansarar taka þátt og voru á fyrstu sviðsæfingu í Kassanum í gær. „Þetta eru allt íslenskar stelpur, sumar hafa unnið með íslenska dansflokknum. Það reynir verulega á þær, bæði þollega og andlega,“ segir Unnur Elísabet. Hún kveðst líka fyrir tilviljun hafa kynnst frábærri rúmenskri konu sem býr í Bretlandi og er leikmynda-og búningahönnuður. „Pabbi og stjúpmamma hittu þessa konu í kvöldverði í Seli við Mývatn og fóru að spjalla við hana, í ljós kom að hún gerir búninga fyrir dansara og fer óhefðbundnar leiðir. Þau komu okkur í samband hvorri við aðra og nú er hún komin til Íslands með afar fallega búninga og leikmyndin verður eins og ævintýri. Hún ætlar að halda jólin hér ásamt manni sínum sem sér um tæknilega hlið sýningarinnar.“Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda, ICE HOT, sem er sótt af framáfólki úr dansheiminum hvaðanæva að. „Það verður gaman að segja frá verkinu og sýna klippur úr því. Ég var ein af átta sem valdir voru úr hópi rúmlega 200 umsækjenda um að kynna verk sín og því er þetta mikill heiður,“ segir hún. Dansinn hefur verið stór partur af tilveru Unnar Elísabetar frá því hún hóf nám fjögurra ára gömul. „Ég flutti fimmtán ára út til Svíþjóðar í konunglega sænska ballettskólann og útskrifaðist átján ára. Síðan hef ég verið að dansa, bæði með Íslenska dansflokknum og víðar og búa til mín eigin verkefni. Ég væri ekki að þessu ef ástin á dansinum væri ekki fyrir hendi.“ Til að fjármagna laun listafólksins sem tekur þátt í sýningunni hóf Unnur Elísabet söfnun á Karolina Fund sem lýkur 14. desember. Fyrir þá sem lagt hafa í púkkið verður sérstök hátíðastyrktarsýning 27. desember þar sem Frímann Gunnarsson verður veislustjóri. „Hann er þvílíkt að fórna sér fyrir listina, hann Frímann. Hann ætlar að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn ef eitthvert fyrirtæki er tilbúið að styrkja okkur um 500 þúsund,“ upplýsir Unnur Elísabet. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta dansverk. Það fjallar um að þora að gera eitthvað nýtt og vera ekki alltaf í sama farinu. Þora að brjótast út fyrir rammann – eða kassann, því við sýnum í Kassanum,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, um verkið VIVID sem hún ætlar að frumsýna milli jóla og nýárs. Fimm dansarar taka þátt og voru á fyrstu sviðsæfingu í Kassanum í gær. „Þetta eru allt íslenskar stelpur, sumar hafa unnið með íslenska dansflokknum. Það reynir verulega á þær, bæði þollega og andlega,“ segir Unnur Elísabet. Hún kveðst líka fyrir tilviljun hafa kynnst frábærri rúmenskri konu sem býr í Bretlandi og er leikmynda-og búningahönnuður. „Pabbi og stjúpmamma hittu þessa konu í kvöldverði í Seli við Mývatn og fóru að spjalla við hana, í ljós kom að hún gerir búninga fyrir dansara og fer óhefðbundnar leiðir. Þau komu okkur í samband hvorri við aðra og nú er hún komin til Íslands með afar fallega búninga og leikmyndin verður eins og ævintýri. Hún ætlar að halda jólin hér ásamt manni sínum sem sér um tæknilega hlið sýningarinnar.“Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda, ICE HOT, sem er sótt af framáfólki úr dansheiminum hvaðanæva að. „Það verður gaman að segja frá verkinu og sýna klippur úr því. Ég var ein af átta sem valdir voru úr hópi rúmlega 200 umsækjenda um að kynna verk sín og því er þetta mikill heiður,“ segir hún. Dansinn hefur verið stór partur af tilveru Unnar Elísabetar frá því hún hóf nám fjögurra ára gömul. „Ég flutti fimmtán ára út til Svíþjóðar í konunglega sænska ballettskólann og útskrifaðist átján ára. Síðan hef ég verið að dansa, bæði með Íslenska dansflokknum og víðar og búa til mín eigin verkefni. Ég væri ekki að þessu ef ástin á dansinum væri ekki fyrir hendi.“ Til að fjármagna laun listafólksins sem tekur þátt í sýningunni hóf Unnur Elísabet söfnun á Karolina Fund sem lýkur 14. desember. Fyrir þá sem lagt hafa í púkkið verður sérstök hátíðastyrktarsýning 27. desember þar sem Frímann Gunnarsson verður veislustjóri. „Hann er þvílíkt að fórna sér fyrir listina, hann Frímann. Hann ætlar að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn ef eitthvert fyrirtæki er tilbúið að styrkja okkur um 500 þúsund,“ upplýsir Unnur Elísabet.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira