Erlent

Um 400 látnir eftir jarðskjálfta í Kína

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mikil eyðilegging er eftir skjálftann.
Mikil eyðilegging er eftir skjálftann. Mynd/Reuters
Kröftugur jarðskjálfti reið yfir suðvestur Kína í kvöld  og létust um 370 manns og tæplega tvö þúsund slösuðust. Skjálftinn reið yfir klukkan hálf fimm að staðartíma í Yunnan héraði. Frá þessu er meðal annars greint á BBC.

Skjálftinn olli því að um tólf þúsund byggingar hrundu í bænum Ludian og er mikil eyðilegging á svæðinu. Björgunarteymi og íbúar á svæðinu hafa í dag reynt að bjarga fólki úr rústum.

Skjálftinn var 6,1 á richter samkvæmt jarðfræðistofnun í Bandaríkjunum. Svo kröftugur skjálfti hefur ekki riðið yfir svæðið síðan fyrir 14 árum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×