Fótbolti

Kolbeinn kom inn á í tapleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óvíst er hvort Kolbeinn verði áfram hjá Ajax.
Óvíst er hvort Kolbeinn verði áfram hjá Ajax. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu átta mínútur leiksins þegar Ajax tapaði fyrir PEC Zwolle í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í Hollandi.

Stefan Nijland skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu.

Þessi sömu lið mættust í bikarúrslitaleiknum 2014, þar sem Zwolle kom flestum á óvart og vann stórsigur, 5-1.

Kolbeinn er enn í herbúðum Ajax, en hann hefur m.a. verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið QPR.

Hollenska úrvalsdeildin hefst næsta föstudag með leik Zwolle og Utrecht.

Ajax mætir Vitesse Arnheim í sínum fyrsta leik í deildinni.


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Kolbeinn á leið frá Ajax

Landsliðsframherjinn að yfirgefa Hollandsmeistarana eftir þrjú ár í Amsterdam.

Kolbeinn Sigþórsson orðaður við QPR

Kolbeinn Sigþórsson, er orðaður við QPR í breska miðlinum Daily Mail í dag en verðmiðinn á honum er talinn vera sex milljónir punda.

Engu tilboði verið tekið í Kolbein

Bróðir Kolbeins Sigþórssonar hafði ekkert heyrt frá Ajax þegar Vísir heyrði í honum en samkvæmt heimildum SkySports komust félögin að samkomulagi fyrr í dag.

Ajax tekur tilboði QPR í Kolbein

Samkvæmt heimildum SkySports samþykkti Ajax tilboð QPR í Kolbein Sigþórsson í dag en samkvæmt heimildum Vísis ber enn töluvert á milli aðilanna í launaviðræðum.

Kolbeinn meistari - Alfreð átti stórleik

Ajax tryggði sér hollenska meistaratitilinn, fjórða árið í röð, eftir 1-1 jafntefli gegn Heracles á útivelli í dag. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax, en fór af velli þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×