Fótbolti

Ferguson varaði Pogba við rasisma

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arturo Vidal og Paul Pogba, leikmenn Juventus
Arturo Vidal og Paul Pogba, leikmenn Juventus Mynd/Gettyimages
Paul Pogba, miðjumaður Juventus og franska landsliðsins hefur viðurkennt að þegar hann var yngri dreymdi hann um að spila einn daginn með Barcelona eða Arsenal.

Pogba sagðist hinsvegar vera mjög ánægður hjá Juventus þar sem hann hefur verið í lykil hlutverki síðan hann gekk til liðs við Juventus árið 2012 á frjálsri sölu frá Manchester United. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að orða Pogba við flest af stærstu liðum heims og er talið að PSG ætli að reyna að freista hans næsta sumar.

„Ég hef alltaf verið hrifinn af Juventus sem voru með leikmen eins og Zidane, Nedved og Trezeguet. Mér líður vel hjá Juventus og ég er ekki á förum strax, Juventus hefur alltaf haft hæfileikaríka leikmenn og séð vel um þá. En ég get ekki neitað að þegar ég var yngri dreymdi mig að spila fyrir Barcelona eða Arsenal,"

Pogba var einnig lokum spurður út í endalok sín hjá Manchester United.

„Ég er mjög þakklátur Ferguson, hann trúði á mig jafnvel þótt ég spilaði ekki mikið. Hann varaði mig við að fara til Ítalíu, hann talaði um vandamál rasisma í Ítalíu og að mér myndi líða illa þar. En það er ekkert land án rasisma, sjáðu bara England og hvað hefur gerst þar hjá John Terry og Luis Suarez," sagði Pogba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×