Erlent

Fórnarlömb Jimmy Savile fara fram á rannsókn

Samúel Karl Ólason skrifar
Jimmy Savile
Jimmy Savile Mynd/Getty
Fórnarlömb barnaníðingsins Jimmy Savile fara fram á að sérstök rannsókn verði gerð á því hvernig Savile hafi komist hjá handtöku í öll þessi ár. Allan Collins, lögfræðingur 60 einstaklinga sem Savile níddist á, segir margar rannsóknir og hefur áhyggjur af því að eitthvað muni fara fram hjá rannsakendum.

Huffington Post segir frá þessu.

Collins segir að nýju rannsóknin ætti að vera stýrt af hæstaréttardómara með mikla reynslu í sakamálum, sem hafi aðgang að gögnum allra hinna rannsóknanna. Segir hann að minnst tólf rannsóknir séu nú í gangi.

Að þrátt fyrir að einstakar rannsóknir skili góðum og nothæfum skýrslum sé staðreyndin sú að rannsakendur hafi ekki aðgang að öðrum rannsóknargögnum.

„Þetta snýst allt um hvernig og af hverju. Hvernig gat Savile níðst á svo mörgum börnum og ungu fólki í svo marga áratugi?“

Tvær mismunandi skýrslur sem komu út fyrir ári síðan þar sem fram kom að mögulegt hefði verið að sækja Savile til saka fyrir brot gegn þremur einstaklingum á meðan hann var á lífi. Nú hafa 214 brot í 28 lögregluembættum verið skráð á hann.


Tengdar fréttir

Misnotaði hundruð manna á hálfri öld

Breski skemmtikrafturinn Jimmy Savile er talinn hafa misnotað að minnsta kosti 214 manns á árunum 1995 til 2009. Breska lögreglan telur fullvíst að fjöldi þolenda hans sé mun meiri, því brotaferill hans stóð yfir í meira en hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×