Innlent

NSA komst yfir 200 milljón textaskilaboð á dag

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, komst yfir um 200 milljón textaskilaboð daglega, víðs vegar að úr heiminum, í þeim tilgangi að komast yfir persónuupplýsingar.

Á vefsíðu The Guardian kemur fram að á degi hverjum hafi NSA náð að komast yfir:

  • 5 milljón ósvöruð símtöl, en með þeim var hægt að sjá tengslanet notenda.
  • Rúmlega 110 þúsund nöfn af rafrænum nafnspjöldum ásamt myndum af einstaklingum.
  • Um 800 þúsund fjármagnshreyfingar.
  • Upplýsingar um ferðir fólks milli landa í gegnum svokallað ,,network roaming“
  • Staðsetningar um 76 þúsund textaskilaboða, það er, hvar einstaklingur var staddur þegar hann sendi skilaboðin og hvert þau rötuðu.
Þessar upplýsingar eru taldar þrýsta enn meira á Bandaríkjaforseta, Barack Obama, sem á morgun mun kynna breytingar á starfsemi NSA. Washington-borg komst að þeirri niðurstöðu í desember að þessi söfnun NSA á persónuupplýsingum gengi að öllum líkindum berhögg við bandarísku stjórnarskrána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×