Það eru Serbar sem halda utan um flauturnar í leik Íslands og Ungverjalands í dag. Þeir heita Nenad Nikolic og Dusan Stojkovic.
Þeir dæmdu leik Tékka og Austurríkismanna á sunnudag þar sem lærisveinar Patreks Jóhannessonar völtuðu yfir Tékkana með tíu mörkum.
Króatarnir sem dæmdu fyrsta leik Íslands áttu ekkert sérstakan dag þó svo þeir hefðu haldið línunni ágætlega.
