Konur sjaldnar í skimun vegna leghálskrabbameins Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. janúar 2014 07:30 vísir/Vilhelm Skimun fyrir leghálskrabbameini verður framvegis fyrir konur á aldrinum 23 ára til 65 ára í stað 20 ára til 69 ára eins og verið hefur. Jafnframt var gerð sú breyting að í stað þess að konur fari í leit annað hvert ár verða þær boðaðar til leitar á þriggja ára fresti. Um áramótin síðustu tók í gildi nýr þjónustusamningur milli Krabbameinsfélags Íslands við Sjúkratryggingar Íslands sem felur þetta meðal annars í sér. Rökin fyrir því að lækka aldurinn úr 69 í 65 ár er að tilfellum leghálskrabbameins fer fækkandi með hækkandi aldri kvenna og fjölda eðlilegra fyrri skoðana . „Ef kona finnur fyrir einhverjum sérstökum einkennum þá henni ráðlagt að leita til kvensjúkdómalæknis,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir að breytingarnar snúist ekki um að spara pening heldur fyrst og fremst að leita jafnvægis milli þess að gera gagn og valda ekki skaða. Flest nágrannalönd okkar hafa svipaðan hátt á. Svíar og Danir byrja að leita við 23 ára aldur, Norðmenn og Englendingar við 25 ára aldur. Skotar hækki sitt aldursmark upp í 25 ára næstu áramót. Í Englandi er síðan hætt að leita að krabbameininu við 60 ára og eftir fimmtugt er aðeins leitað á fimm ára fresti. „Ekkert land leitar að veirunni hjá konum eldri en 65 ára svo ég viti til,“ segir Kristján.Tíðni krabbameins hjá ungum konum ekki há Það er afar mikilvægt að konur mæti í leghálskrabbameinsleit á aldrinum 23 til 65 ára. Tíðnin á krabbameininu sé aðeins og 1 á móti 24 þúsund hjá konum á aldrinum 20 til 24 ára. Þessi tegund krabbameins sjáist aðeins á margra ára fresti. Það er því um algjör undantekningartilvik að ræða þegar ungar konur greinast með leghálskrabbamein. Leghálskrabbamein og frumubreytingarnar verða vegna HPV veirunnar sem smitast við kynlíf. Um 80 prósent kvenna smitast af veirunni á fyrstu tveimur árunum eftir að þær byrja að stunda kynlíf. Hjá helmingi þeirra kvenna hverfur veiran eða sýkingin á hálfu ári og á tveimur til þremur árum hefur sýkingin gengið til baka hjá 90 prósent kvenna. Það séu því um tíu prósent kvenna sem séu með viðvarandi sýkingar og það eru þær sem eru í mestri hættu á því að fá krabbamein. Eftir sextugt er algengi HPV sýkinga innan við fimm prósent. Það orsakast meðal annars af því að líkaminn losi sig við veiruna í flestum tilvikum. Einnig eru konur þá oft búnar að vera lengi í sama sambandi og það skipti máli. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Skimun fyrir leghálskrabbameini verður framvegis fyrir konur á aldrinum 23 ára til 65 ára í stað 20 ára til 69 ára eins og verið hefur. Jafnframt var gerð sú breyting að í stað þess að konur fari í leit annað hvert ár verða þær boðaðar til leitar á þriggja ára fresti. Um áramótin síðustu tók í gildi nýr þjónustusamningur milli Krabbameinsfélags Íslands við Sjúkratryggingar Íslands sem felur þetta meðal annars í sér. Rökin fyrir því að lækka aldurinn úr 69 í 65 ár er að tilfellum leghálskrabbameins fer fækkandi með hækkandi aldri kvenna og fjölda eðlilegra fyrri skoðana . „Ef kona finnur fyrir einhverjum sérstökum einkennum þá henni ráðlagt að leita til kvensjúkdómalæknis,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir að breytingarnar snúist ekki um að spara pening heldur fyrst og fremst að leita jafnvægis milli þess að gera gagn og valda ekki skaða. Flest nágrannalönd okkar hafa svipaðan hátt á. Svíar og Danir byrja að leita við 23 ára aldur, Norðmenn og Englendingar við 25 ára aldur. Skotar hækki sitt aldursmark upp í 25 ára næstu áramót. Í Englandi er síðan hætt að leita að krabbameininu við 60 ára og eftir fimmtugt er aðeins leitað á fimm ára fresti. „Ekkert land leitar að veirunni hjá konum eldri en 65 ára svo ég viti til,“ segir Kristján.Tíðni krabbameins hjá ungum konum ekki há Það er afar mikilvægt að konur mæti í leghálskrabbameinsleit á aldrinum 23 til 65 ára. Tíðnin á krabbameininu sé aðeins og 1 á móti 24 þúsund hjá konum á aldrinum 20 til 24 ára. Þessi tegund krabbameins sjáist aðeins á margra ára fresti. Það er því um algjör undantekningartilvik að ræða þegar ungar konur greinast með leghálskrabbamein. Leghálskrabbamein og frumubreytingarnar verða vegna HPV veirunnar sem smitast við kynlíf. Um 80 prósent kvenna smitast af veirunni á fyrstu tveimur árunum eftir að þær byrja að stunda kynlíf. Hjá helmingi þeirra kvenna hverfur veiran eða sýkingin á hálfu ári og á tveimur til þremur árum hefur sýkingin gengið til baka hjá 90 prósent kvenna. Það séu því um tíu prósent kvenna sem séu með viðvarandi sýkingar og það eru þær sem eru í mestri hættu á því að fá krabbamein. Eftir sextugt er algengi HPV sýkinga innan við fimm prósent. Það orsakast meðal annars af því að líkaminn losi sig við veiruna í flestum tilvikum. Einnig eru konur þá oft búnar að vera lengi í sama sambandi og það skipti máli.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira