HSÍ fundar með Austurríkismönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2014 11:52 Einar Þorvarðarson mun funda með Austurríkismönnum í dag. mynd/samsett Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag. Rætt verður um ummælin sem Björn Bragi Arnarson, umsjónarmaður EM-stofunnar, lét falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í beinni útsendingu. Málið hefur dregið dilk á eftir sér og ratað í þýska og austurríska miðla. Björn hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. Einar Þorvarðarson sagði í samtali við fréttastofu RÚV að HSÍ harmi auðvitað þessi ummæli. Þeir ætli þó ekki að tjá sig neitt frekar um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segist hafa sett sig strax í samband við austurríska sambandið þegar fréttir bárust af ummælunum. Á fundinum í dag verði tekinn staða á málinu. Bjarni Guðmundsson, starfandi útvarpsstjóri, sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til austurríska handknattleikssambandinu fyrir hönd RÚV, þar kom fram að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Í tilkynningu frá austurríska handknattleiksambandinu til fréttastofu RÚV segir að von sé á sameiginlegri yfirlýsingu frá EHF, austurríska handknattleiksambandinu og því íslenska. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Einar að HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismenn hafa tekið ummælunum. Einar segir jafnframt að þeir hafi reynt að halda þessu máli fyrir utan íslenska hópinn sem mætir Makedóníumönnum klukkan þrjú í dag í öðrum leik milliriðilsins. Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag. Rætt verður um ummælin sem Björn Bragi Arnarson, umsjónarmaður EM-stofunnar, lét falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í beinni útsendingu. Málið hefur dregið dilk á eftir sér og ratað í þýska og austurríska miðla. Björn hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. Einar Þorvarðarson sagði í samtali við fréttastofu RÚV að HSÍ harmi auðvitað þessi ummæli. Þeir ætli þó ekki að tjá sig neitt frekar um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segist hafa sett sig strax í samband við austurríska sambandið þegar fréttir bárust af ummælunum. Á fundinum í dag verði tekinn staða á málinu. Bjarni Guðmundsson, starfandi útvarpsstjóri, sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til austurríska handknattleikssambandinu fyrir hönd RÚV, þar kom fram að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Í tilkynningu frá austurríska handknattleiksambandinu til fréttastofu RÚV segir að von sé á sameiginlegri yfirlýsingu frá EHF, austurríska handknattleiksambandinu og því íslenska. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Einar að HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismenn hafa tekið ummælunum. Einar segir jafnframt að þeir hafi reynt að halda þessu máli fyrir utan íslenska hópinn sem mætir Makedóníumönnum klukkan þrjú í dag í öðrum leik milliriðilsins.
Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27