Innlent

Málmhaus og Hross í oss keppa um 18 milljónir

Jakob Bjarnar skrifar
Hross í oss hefur farið sigurför um heiminn og á morgun liggur það fyrir hvernig henni vegnar í Gautaborg.
Hross í oss hefur farið sigurför um heiminn og á morgun liggur það fyrir hvernig henni vegnar í Gautaborg.
Nú stendur yfir kvikmyndahátíðin í Gautaborg þar sem tvær íslenskar kvikmyndir eru meðal þeirra sem taka þátt: Hross í oss og Málmhaus. Friðrik Þór Friðriksson, sem framleiðir Hross í oss, er staddur úti í Gautaborg. „Við höfum verið hér með troðfullar sýningar á Hross í oss. Og erum að keppa um einhverjar 18 milljónir. Eina milljón sænskar. Sem eru í verðlaun fyrir þá mynd sem hér sigar.“

Friðrik segir að Málmhaus sé jafnframt á þessari kvikmyndahátíð og það sæti tíðindum að tvær myndir séu á dagskrá á þessari stærstu kvikmyndahátíð á Norðurlöndum en þar er valin besta norræna myndin, og það sæti nokkrum tíðindum. Agnes Johansen, framkvæmdastjóri Blue Eyes, er í dómnefnd. „Þetta liggur fyrir á morgun. Það er nú ekki meiri spenna í mér en svo að ég er á heimleið núna. Enda, myndin hvort sem er að fara um allan heim,“ segir Friðrik Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×