Innlent

Förum varlega: Hálka í öllum landsfjórðungum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Eitthvað er um hálkubletti á Suðvesturlandi.
Eitthvað er um hálkubletti á Suðvesturlandi.
Hált er á flestum vegum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Flestir vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru greiðfærir en eitthvað er um hálkubletti.

Á Vestfjörðum er snjóþekja á Þröskuldum og snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Klettsháls. Þæfingur er frá Bjarnafirði og í Reykjafjörð á Ströndum annars er hálka eða hálkublettir á flestum vegum.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi og snjókoma og éljagangur víða. Flughált er á Brekknaheiði.

Á Austurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á vegum og snjókoma eða éljagangur  nokkuð víða. Þæfingsfærð og snjókoma er á Möðrudalsörfum og Vopnafjarðarheiði en unnið er að mokstri. Greiðfært er síðan frá Djúpavogi og áfram með suðausturströndinni.

Vegna vinnu við einbreiða brú á Hringveginum við Súlu/Núpsvötn á Skeiðarársandi má búast við umferðartöfum þar allt að 30 mín. í senn  milli kl. 8-19  fram á fimmtudag 30. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×