Innanríkisráðherra kynnir fækkun lögreglu- og sýslumannsembætta Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2014 19:49 Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. MYND/INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar á næsta ári. Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. „Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,“ segir Hanna Birna. En markmiðið er að klára þetta fyrir þinglok í vor. Ráðherrann mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta til að kynna fyrirhugaðar breytingar. Fyrsti fundurinn var á Hvolsvelli í dag. „Það verður eitt umdæmi lögreglustjóra á Suðurlandi,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Hvolsvelli. Hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum. Umdæmi sýslumanna á Suðurlandi verða tvö en áfram er gert ráð fyrir sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum. Sýslumannsembættin á Selfossi og Hvolsvelli verða aftur á móti sameinuð. „Það hefur ekkert verið rætt hvar embættin verða staðsett,“ segir Kjartan en það verður ákveðið í reglugerð eins og segir í lagafrumvörpunum. Kjartani líst vel á breytingarnar og segir að tillögunni verði að taka með jákvæðu hugarfari. „Þetta gefur okkur fullt af tækifærum,“ segir Kjartan. Lögreglustjórar stýra almannavörnum í neyðaraðgerðum. Aðspurður svarar Kjartan því að hann telji ekki að það ætti að hafa nein áhrif til hins verra á stjórnun þeirra þó lögreglustjórum fækki. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar á næsta ári. Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. „Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,“ segir Hanna Birna. En markmiðið er að klára þetta fyrir þinglok í vor. Ráðherrann mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta til að kynna fyrirhugaðar breytingar. Fyrsti fundurinn var á Hvolsvelli í dag. „Það verður eitt umdæmi lögreglustjóra á Suðurlandi,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Hvolsvelli. Hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum. Umdæmi sýslumanna á Suðurlandi verða tvö en áfram er gert ráð fyrir sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum. Sýslumannsembættin á Selfossi og Hvolsvelli verða aftur á móti sameinuð. „Það hefur ekkert verið rætt hvar embættin verða staðsett,“ segir Kjartan en það verður ákveðið í reglugerð eins og segir í lagafrumvörpunum. Kjartani líst vel á breytingarnar og segir að tillögunni verði að taka með jákvæðu hugarfari. „Þetta gefur okkur fullt af tækifærum,“ segir Kjartan. Lögreglustjórar stýra almannavörnum í neyðaraðgerðum. Aðspurður svarar Kjartan því að hann telji ekki að það ætti að hafa nein áhrif til hins verra á stjórnun þeirra þó lögreglustjórum fækki.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira