Íslenski boltinn

Stjörnumenn endurheimta Arnar Má

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Már Björgvinsson.
Arnar Már Björgvinsson. Mynd/Stjarnan.is
Arnar Már Björgvinsson er á leiðinni heim í Garðabæinn en þessi 23 ára framherji hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Stjörnunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Arnar Már hefur verið hjá Breiðabliki undanfarin þrjú ár en hann einnig lánaður til Víkings í Ólafsvík á síðasta tímabili. Arnar Már spilaði átta leiki með Breiðabliki (4) og Víkingi (4) í Pepsi-deildinni 2013 og náði ekki að skora.

Arnar Már skoraði 11 mörk í 27 úrvalsdeildarleikjum og er enn sjötti markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild. Hann skoraði 9 mörk í 15 leikjum sumarið 2009 þegar Stjörnuliðið var nýliði í deildinni og hann aðeins 19 ára gamall.

„Arnar mun án efa styrkja lið Stjörnunnar með hraða sínum og áræðni. Félagið býður Arnar velkominn heim og væntir mikils af honum," segir í fréttinni á heimasíðu Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×