Erlent

Obama notaður til að auglýsa Viagra-eftirlíkingu

Andlit forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, prýðir umbúðir á eftilíkingu á stinningarlyfinu Viagra sem finna má  í borginni Peshawar í norðurhluta Pakistan. Frá þessu greinir á vef Time.com.

Verðið fyrir töflurnar er ekki mikið, fjórar töflur á einn dollara. Hvort Obama-töflurnar búi yfir sömu eiginleikum og Viagra töflur bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer skal hins vegar ósagt látið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×