Innlent

Fólk hvatt til að halda sig innandyra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VISIR/PJETUR
Reykjavíkurbúar hafa líklega flestir tekið eftir gríðarlegu magni ryks og óhreininda í dag. Ástæðan er mikið magn svifryks. Er magnið orðið það mikið að fólk er hvatt til að halda sig innandyra. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra- sjúkdóma og fólk með hjarta- og æðasjúkdóma þá einna helst, en börn eru einnig mjög viðkvæm fyrir rykinu.

Í dag mældist rykið mest 2,133 míkrógrömm en er nú komið niður í 716,5 míkrógrömm. Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir þessi gildi svipað há og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010, á meðan og eftir að á gosinu stóð. Kallað hefur verið út viðbragðsteymi en hún segir erfitt sé að eiga við þetta.

Reykjavíkurtjörn í gærVISIR/DANÍEL
„Þetta ráðum við illa við og það besta sem við getum gert er að vona að einhver ofankoma verði. Bleytan hjálpar til við að festa rykið sem fer síðan ofan í lagnakerfi borgarinnar og út í sjó,“ segir Kristín 

Kristín segir ástæður fyrir miklu magni svifryks geta verið ýmsar.

„Það er búið að vera rosalega þurrt upp á síðkastið. Það er búið að sanda mikið og salta mikið í vetur og það hefur mikil áhrif.  Bílarnir þyrla svo upp rykinu og vindurinn hefur vissulega áhrif.“ 


Tengdar fréttir

Gífurlegt svifryk yfir borginni

Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×