Erlent

Sökuð um ósmekklega framgöngu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Yingluck Shinawatra.
Yingluck Shinawatra.
Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Taílands verður hugsanlega kærð fyrir embættisglæpi. Spillingaeftirlitið í Taílandi sakar forsætisráðherrann um að hafa gengið ósmekklega fram í tengslum við niðurgreiðslur til hrísgrjónabænda. Ríkisstjórnin var vöruð við því að framfylgja áformum sínum um að niðurgreiða hrísgrjónaframleiðslu. Þeir sögðu að verið væri að bruðla með almannafé og að áætlunin gæti ýtt undir spillingu, en áformunum var haldið til streitu.

Ríkisstjórnin hafði skuldbundið sig til að selja hrísgrjónin langt fyrir ofan markaðsverð, og var mörgum mánuðum of sein að borga bændum fyrir hrísgrjónin.

Ef ákveðið verður að vísa hugsanlegri ákæru um embættisglæpi til öldungadeildar þingsins verður Yingluck tafarlaust látin víkja frá störfum þar til dómur fæst í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×