Erlent

Átök í flóttamannabúðum í Papúa Nýju-Gíneu

Aðbúnaðurinn í búðunum hefur verið harðlega gagnrýndur.
Aðbúnaðurinn í búðunum hefur verið harðlega gagnrýndur. Vísir/AFP
Einn hælisleitandi lést og sjötíu og sjö liggja sárir eftir átök næturinnar í flóttamannabúðum sem áströlsk yfirvöld hafa sett upp á eyjunni Papúa Nýju-Gíneu.

Þetta er önnur nóttin í röð sm til átaka kemur í búðunum og af þeim sjötíu og sjö sem slösuðust eru þrettán sagðir alvarlega slasaðir.

Til átaka kom á milli lögregluliðs eyjunnar og flóttamannanna þegar hópur þeirra reyndi að brjótast út úr búðunum en Ástralir hafa  verið harðlega gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir aðbúnaðinn í búðunum sem þykir afar slæmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×