Erlent

Níu látnir eftir að bygging hrundi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/AFP
Átta létust þegar bygging hrundi í Suður-Kóreu fyrr í kvöld. Um 560 nýnemar voru í gleðskap í byggingunni þegar hún hrundi.

Fimmtíu manns voru fastir í rústum byggingarinnar og sjötíu manns eru alvarlega slasaðir. Þetta kemur fram á vefsíðu CNN.

Ekki er vitað hvað olli hruninu en mikill snjór var á þaki byggingarinnar þegar hún hrundi. 
 
Uppfært klukkan 21.50:

Staðfest tala látinna er nú níu og tuttugu sitja enn fastir í rústum byggingarinnar. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×