Erlent

Aðstoðarflugstjórinn gefur sig fram

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/AFP
Aðstoðarflugstjóri í flugi Ethiopan Airlines sem rænt var í nótt og Vísir greindi frá í morgun hefur gefið sig á völd lögregluyfirvalda í Genf.

Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Aðstoðarflugstjórinn var óvopnaður og lenti flugvélinni þegar flugstjóri vélarinnar brá sér á salernið. Eftir lendinguna laumaðist hann út um glugga flugstjórnarklefans og gaf sig fram. Sagði hann lögreglu að hann bæri ábygð á ráninu og að hann leitaði hælis í Sviss vegna hættu heima fyrir.

Ástandið í eþíópískum stjórnmálum hefur verið eldfimt undanfarið og stjórnvöld eru sökuð um að ofsækja pólítska andstæðinga. Ethiopian Airlines er ríkisrekið flugfélag og er óvenjulegt að opinberir starfsmenn leiti jafn umbúðalaust eftir hæli líkt og aðstoðarflugstjórinn gerði í dag.

Flugvélin var á leið frá Addis Ababa til Rómar þegar henni var rænt og um borð voru 190 farþegar, þar af 140 ítalskir ríkisborgarar.

Árið 1996 létust 50 manns þegar flugvél Ethiopain Airlines hrapaði yfir Indlandshafi eftir svipaða ránstilraun. 


Tengdar fréttir

Flugrán í nótt

Farþegaþotu flugfélags Eþíópíu, Ethiopean Airlines, var rænt í morgun á leið frá Addis Abbaba til Rómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×