Erlent

Stjórnvöld í Venesúela eiga í vök að verjast

Jakob Bjarnar skrifar
Nicolas Maduro á í miklum átökum við stjórnarandstæðinga.
Nicolas Maduro á í miklum átökum við stjórnarandstæðinga.
Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nú gert þrjá sendiráðsfulltrúa brottræka en þá sakar hann um að hafa átt fundi með stjórnarandstæðingum.

Landið logar stafna á milli í pólitískri spennu og mótmælum en þrír mótmælendur létu lífið í átökum í síðustu viku. Handtökuskipan hefur verið gefin út á Leopoldo Lopez, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, en Lopez hefur gefið það út að hann ætli að leiða mótmælagöngu í Cracas, höfuðborg landsins, á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×